Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 42
40
VALUR INGIMUNDARSON
SKÍRNIR
þátt í hernaði gegn kafbátum ef stríð brytist út. Þær voru reyndar
ekki taldar eins mikilvægar og hin atriðin tvö á þessum tíma en
áttu eftir að fá aukið vægi síðar. Loks var minnst á hollustu við-
reisnarstjórnarinnar við bandaríska utanríkisstefnu; hún hefði
sýnt Bandaríkjunum nær „100% stuðning í NATO og hjá Sam-
einuðu þjóðunum".28
Þrátt fyrir þessi rök var Dean Rusk, utanríkisráðherra, ekki
sannfærður. Hann vildi kanna hvort ekki væru aðrir kostir fyrir
hendi til að koma til móts við óskir Pentagon og velti því fyrir
sér hvort unnt væri að senda orrustusveit frá Vestur-Evrópu til
Keflavíkur. Þetta var sama hugmynd og Bandaríkjastjórn tók
upp síðar eða árið 2004, þegar hún lagði til að NATO tæki að sér
loftferðaeftirlit hér við land. Rusk treysti greinilega embættis-
mönnum úr varnarmálaráðuneytinu best fyrir herfræðimati á ís-
landi. Hann komst svo að orði: „Ég tel að við komumst ekki
langt með að halda hermönnum okkar í öðrum löndum til þess
eins að gera þá að löggiltum ferðamönnum í þágu efnahagslífs
þeirra".29 Hann hafði sennilega ekki aðeins í huga gjaldeyristekj-
ur af herstöðinni heldur þá sóun sem fælist í því að hafa herbún-
að á íslandi sem Pentagon teldi litla þörf fyrir. Þegar á reyndi
komst McNamara að þeirri niðurstöðu að það svaraði ekki póli-
tískum kostnaði að kalla þoturnar á brott. Reyndar var sú skoð-
un útbreidd innan bandaríska stjórnkerfisins að það væri tálsýn
íslenskra stjórnvalda að halda að flugsveitin skipti sköpum fyrir
varnir íslands en taka yrði alvarlega hótun Emils Jónssonar um
að segja varnarsamningnum upp. Auk þess var talið mögulegt að
aðild íslands að NATO yrði stefnt í hættu.30 Fullyrða má að sú
skoðun hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Eftir stóð að
Bandaríkjamenn voru aldrei reiðubúnir að fórna því sem einn
herforingi nefndi síðar „dýrustu fasteignina á Norður-Atlants-
28 Sjá NA, RG 59, Bureau of European Affairs, Office of Northern European Af-
fairs, 1963-1975, Box 1: John Leddy tii Deans Rusks, 15. ágúst 1967.
29 NA, RG 59, Bureau of European Affairs, Office of Northern European Af-
fairs, 1963-1975, Box 1: Dean Rusk til Johns Leddys, 15. ágúst 1967.
30 NA, RG 59, Bureau of European Affairs, Office of Northern European Af-
fairs, 1963-1975, Box 1: Minnisblað handa utanríkisráðherra, 29. ágúst 1967.