Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 85
SKÍRNIR
RÓBINSONSÖGUR FRÁ 21. ÖLDINNI
83
leiki, 2) lágkúra, 3) gægjuþörf, 4) klisjur, 5) enginn raunveruleiki (í
sannri geðvonskuumræðu þarf að nefna eitt gagnrýnisatriði oftar
en einu sinni). Öll eru gagnrýnisatriðin rétt en þó röng vegna þess
að fæst eiga betur við um þessa tegund sjónvarpsefnis en aðra af-
þreyingu. Stöku gagnrýnandi er andvígur afþreyingarmenningu
almennt og finnst hún of plássfrek í nútímanum. Oftar lýsir vand-
lætingin þó stigveldi innan lágmenningarinnar.
Sjálfum leiðist mér bókmenntaumræða þar sem rætt er um
menningarfyrirbæri sem framleiðslu án þess að fram fari nákvæm-
ur lestur.* * 3 Ég hef því reynt að hafa einn veruleikaþátt öðrum frem-
ur í sjónmáli og fyrir valinu varð sá sem kalla má konung tegund-
arinnar, hinn bandaríski Survivor. Sumir segja að með honum hafi
núverandi veruleikasjónvarpsbylgja hafist þó að hann hafi auðvit-
að komið í kjölfar evrópskrar fyrirmyndar sinnar og hollensku
frumgerðarinnar af Stórabróður (Big Brother). Hann er flestum
veruleikaþáttum dýrari, á hann er mikið horft um heim allan og
verðlaunin eru rausnarleg. Þátturinn varð til og sló í gegn sumar-
ið 2000 og síðan hafa verið framleiddar einar tólf þáttaraðir.4 Þar
kennari og gaf fjórum nemendahópum í Menntaskólanum í Reykjavík kost á að
skrifa um efnið uns mér fannst ég hafa heyrt allar klisjurnar — nemendurnir
setja þær stundum fram á skemmtilegri hátt en blaðamenn enda oft engu líkara
en umfjöllun dagblaða um sjónvarp sé blaðamönnum þungbær skylda. Mig
langaði líka til að komast að því hvort samræmi væri á milli álits blaðanna og al-
menningsálitsins og það reyndist vissulega fyrir hendi.
3 Þannig er iðulega fjallað um vinsæl menningarfyrirbæri og finna má heilu bæk-
urnar um til dæmis Harry Potter þar sem fátt bendir til að höfundur hafi lesið
bækurnar sjálfar.
4 Syrpurnar eru flestar kenndar við þann stað sem keppnin fór fram. í réttri röð
eru það Pulau Tiga (2000), Ástralía (2001), Afríka (2001), Marquesaeyjar (2002),
Taíland (2002), Amazonfljótið (2003), Perlueyjar í Panama (2003), Vanuatu
(2004), Palau (2005), Guatemala (2005) og Panama (2006). Er sú síðastnefnda
nýhafin þegar þessi orð eru rituð. Auk þess var ein „stjörnukeppni“ (2004) þar
sem keppendur úr fyrri syrpum fengu annað tækifæri en hún þótti ekki vel
heppnuð. Besta heimildin um staðreyndir tengdar Survivor er síða sjónvarps-
stöðvarinnar CBS (cbs.com) en þar má finna upplýsingar um allar þáttaraðirnar,
svo sem um úrslit og keppendur, með því að smella á tengil á forsíðu. Einnig eru
rækilegar upplýsingar um hverja syrpu fyrir sig í bíógagnagrunni á netinu (The
Internet Movie Database á slóðinni imdb.com) og á netalfræðibókinni
Wikipediu (http://en.wikipedia.org/wiki/Survivor_(28TV_series)29).