Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 27
SKÍRNIR GUNNAR GUNNARSSON OG LANDNÁMSÖLDIN 25
hann óður og uppvægur fara í víkingu, og lítur á það sem frelsun.
í bardögum er hann djarfur en óforsjáll. Ingólfur kann að nýta sér
dirfsku hans en gætir þess að grípa inn í áður en það er um seinan.
Þrátt fyrir þessa ólíku skapgerð og einstöku árekstra eru
Ingólfur og Hjörleifur óaðskiljanlegir vinir. Um leið og búið er að
gera þá útlæga úr Noregi verður Hjörleifur þegar upptendraður af
hugmyndinni um að fara og setjast að á nýjum stað og hann getur
ekki hugsað um annað en hvert þeir skuli fara. Alls kyns hug-
myndir sækja að honum: ýmist vill hann fara til Englands, Irlands,
Færeyja, Hjaltlands eða Orkneyja. Svo dettur honum í hug land-
ið sem nýlega er fundið, ísland, og hann gengur af lífi og sál upp í
þeirri hugmynd svo fóstbróðir hans smitast af áhuganum. Það
stafar kannske ekki síst af því að eftir útlegðardóminn hefur
Ingólfur öðlast nýjan skilning á stöðu sinni, og hann sér að dóm-
urinn var ekki með öllu ranglátur þótt hann geti ekki beinlínis litið
á sig sem sekan: „Hann hafði verið með í því, að herja á önnur
lönd og ræna fólk, sem hann átti ekkert sökótt við [...] Sá maður,
sem tekur sér fyrir hendur að lifa á ránum og ofbeldi, verður ekki
einungis sekur við þau lög, sem hann ber í sjálfs sín brjósti, held-
ur einnig við jörðina — hina heilögu jörð [...]“.8
Ingólfur skilur nú að styrjaldir eru af hinu illa, og hann sér
lengra: „Sú ætt er vígð ógæfu og tortímingu, sem hefur ekki sjálfs-
eignarmold til að gróa í“.9 Sá sem er gerður útlægur verður að
vinna á ný „náð jarðarinnar“ með því að hafa vilja til að lifa í friði
af ávöxtum hennar.
En þótt Hjörleifur sé fullur af áhuga hefur hann ekki öðlast
þennan nýja skilning. Honum líður svo vel í könnunarferðinni
fyrsta veturinn að hann vill helst verða eftir í landinu, en um leið
og hann er stiginn aftur á skipsfjöl kemur gamli óróinn yfir hann.
8 Fóstbrœður, bls. 200; á dönsku: „Han havde været med til at hærge fremmede
lande og rove fra folk, han havde ikke det mindste udestáende med [...] Den
mand, der lægger sit liv an pá at leve af vold og rov, forbryder sig ikke alene mod
den lov, han bærer i sit eget indre, men ogsá mod jorden, den hellige jord [...]“,
Edbmdre, bls. 140-141.
9 Sama stað, bls. 199; á dönsku: „Den slægt er viet til ulykke og undergang, der
ikke har egen muld at gro i“, bls. 140.