Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 113
SKÍRNIR
DAUÐINN Á FORSÍÐUNNI
111
og rökhyggja víkja fyrir launhelgum og dulrænu, listin dregur sig
afsíðis, inn í dimma hella, dýflissur, grafhýsi og grafir. I kjarna
hverrar sögu má finna alvarlegan glæp sem rekja má til óbeislaðr-
ar kynhvatar. Innri spenna sagnanna brýst fram í djöfullegu mynd-
máli þar sem áhersla er lögð á bælingu og yfirbreiðslu. Bandaríski
menningarrýnirinn Camille Paglia orðar það svo í bók sinni Sexu-
al Personae: „Hinn gotneski stíll einkennist af innilokunar-
kenndri munúð. Hin lokuðu rými stefnunnar eru djöfulleg móð-
urlíf.“9
Nú telja eflaust ýmsir að fælingarmáttur skáldverka þar sem
kynóðir aðalsmenn kvelja saklausar og siðavandar unglings-
stúlkur og halda þeim föngnum í höllum sínum sé harla lítill á
tímum þegar borubrattir og samfarasinnaðir menntaskólanemar
efna til hópferða á klámmyndafyrirlestra. Er gotnesk kynhvöt
ekki viðmið nútímans, eitthvað sem fremur má kalla reglu en
undantekningu?10 Undir slíka gagnrýni ber vissulega að taka, en
áhrif gotnesku stefnunnar í nútímanum liggja ekki síður í frá-
sagnarformgerðinni en söguþræðinum eins og ég ræði hér á eftir.
Ofsótta stúlkan skipar þó enn mikilvægan sess í frásögnum nú-
tímans, bæði í hefðbundnum spennusögum og hrollvekjum, en
skýrasta birtingarmynd frásagnarminnisins er raðmorðingja-
myndin.11
9 Camille Paglia: Sexual Personae: Art and Decadence from Nefertiti to Emily
Dickinson. London og New Haven: Yale University Press, 1990, bls. 265.
10 Jafnvel sjáifur myrkrahöfðinginn skreppur saman þegar hann er í auglýsinga-
skyni dreginn upp úr elddíkinu og inn á síður dagblaðanna. 1 fylgiblaði DV,
Sirkus, birtist í október 2005 grein sem ber nafnið „Sængað hjá Satan“ eða
„Legið undir Lúsífer” eftir því hvort horft er til forsíðunnar eða fyrirsagnar
inni í tímaritinu (7.10. 2005). Greinin er fyrst og fremst áhugaverð fyrir þær
sakir að náfölar fyrirsæturnar klæðast kjólum frá Michiko Koshino og Dolce et
Gabbana, á meðan rauðpúðraður karlinn brosir djöfullega í myndavélina
klæddur jakka frá Raf Simmons og skyrtu og bindi frá Prada. Viðskiptin við
Satan taka aldrei á sig hversdagslegri mynd en í markaðssamfélagi nútímans.
Fjallað er um íslenska nornasveimi, satanískar athafnir, dýrafórnir í djöfla-
kirkju í nágrenni Reykjavíkur og svo eru nokkrar skyrtur seldar í leiðinni.
11 Sjá t.d. hrollvekjuna Silence of the Lambs (1991). Carol Clover fjallar um stöðu
„síðustu stúlkunnar“ í raðmorðingjamyndum í greininni „Karlar, konur og
keðjusagir", en hún birtist á íslensku í Áföngum í kvikmyndafrxði, þýð. Úlf-
hildur Dagsdóttir. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík: Forlagið 2003.