Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
Á TÍMUM VARANLEGRA ÁSTARSORGa'
205
hjónabandi hennar, en „hún á tékkneskan mann sem spilar á selló,
uppáhaldshljóðfærið mitt, ég veit að þau settust að á drauma-
staðnum mínum, húsi með hraungarði í Hafnarfirði“ (76). I báð-
um tilvikum er um ímyndanir Lillu að ræða. Hjónaband Dór á sér
þó stoð í raunveruleikanum en líf hennar með móður sinni á
Siglufirði eru hreinræktaðir órar.
Rétt eins og hjá öðrum sögupersónum Steinunnar má segja að
innra með Lillu takist á lífs- og dauðahvatir, einingarþörf og upp-
lausn hennar. En rétt eins og fyrr tekur önnur hvötin ekki við þar
sem hinni lýkur, sameiningarþráin getur birst í eyðileggingar-
áráttu, eins og sést glögglega í dauðaleikjum barnanna, Lillu og
Mumma, sem bregðast við ástleysinu í uppeldi sínu með því að
setja á svið dauðaleiki (28), skurðaðgerðir þar sem hjartað er rifið
úr sjúklingnum (26-27) og aftökur (41). Samruni þessara and-
stæðu hvata sem birtist á svo myndrænan hátt í fyrri skáldverkum
Steinunnar í kaldri ást fiskanna og í trénu sem stendur á mörkum
lífs og dauða, leiðir þó í tilviki Lillu ekki til tilgangslausrar og
merkingarlítillar tilveru eins og halda má fram að sé hlutskipti
Samöntu og Brynhildar. Rétt eins og í dauðaleikjunum sem ein-
kenndu æsku Lillu leitar hún einingar í sundrungu með starfi sínu
sem líknarhjúkrunarkona, sem hún tengir ítrekað sambandinu við
kærastann: „Hún grunaði sjálfa sig um að hafa valið hjúkrun, með
líknarhjúkrun sem sérgrein, til þess að deyfa söknuð eftir kærast-
anum, söknuðinn eftir réttum atlotum og hundrað prósent nær-
veru“ (148, sjá t.d. einnig 67). Hún hefur á tuttugu árum veitt
fimmhundruð deyjandi manneskjum líkn (174) og þótt hún velji
sér þetta starf hugsanlega vegna þess að dauðinn sér um að rjúfa
bönd hennar við sjúklinga sína sýnir það einnig að hún kann að
gefa af sér. Lífsstarf Lillu má öðrum þræði leggja að jöfnu við at-
burðinn í íbúð prófessorsins í Hundrab dyrum ígolunni. Bæði eru
á valdi sömu andstæðu hvatanna en á meðan prófessorinn gefur
sig kvalalostanum á hönd lætur Lilla stýrast af náðarhugsun.
Það er kannski fyrst og fremst af þessari ástæðu að Lilla eygir
von undir lok sögunnar um að yfirvinna skortinn sem hefur mót-
að líf hennar, endurheimta þá einingu sem hún fékk ekki höndlað
sem unglingur í sambandinu við kærastann. Með kærastanum