Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 154
152
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
auðmýkt er fólgin og hvers vegna það er gott fyrir menn að vera
auðmjúkir.
Jesús gaf því gætur, hvernig þeir, sem boðnir voru, völdu sér hefðarsætin,
tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set
þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið, að manni þér fremri að virðingu sé
boðið, og sá komi, er ykkur bauð, og segi við þig: ,Þoka fyrir manni þess-
um.‘ Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur, er þér
er boðið, og set þig í ysta sæti, svo að sá sem bauð þér segi við þig, þegar
hann kemur: ,Vinur, flyt þig hærra upp!‘ Mun þér þá virðing veitast frammi
fyrir öllum, er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan
sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp haf-
inn verða.“10
Hann sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því, að sjálfir
væru þeir réttlátir, en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn
að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: ,Guð, ég
þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarl-
ar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld
tíund af öllu, sem ég eignast/
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja
augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: ,Guð, vertu mér
syndugum líknsamur!' Ég segi yður: Þessi maður fór réttlættur heim til
sín, en hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur
verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða."* 11
Af fyrra dæminu má ráða að ástæða þess að betra sé fyrir mann að
vera auðmjúkur en að hreykja sér hátt sé helst að sá sem hefur
sjálfan sig á stall hættir á að þola þá sneypu að vera hrundið af
honum fyrir allra augum en sá sem gætir þess að trana sér ekki
fram á frekar von á þeim heiðri að vera boðinn hærri sess. Þetta
virðist aðeins hagnýtt ráð fyrir þá sem vilja njóta heiðurs og forð-
ast skömm eða niðurlægingu. Ekki er gefið í skyn að neitt sé at-
hugavert við að vilja njóta heiðurs, aðeins að sjálfshafning sé ekki
vænlegasta leiðin til þess. Það er erfiðara að átta sig á seinna dæm-
10 Lúk. 14:7-11.
11 Lúk. 18:9-14.