Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 26
24
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
hann sér lifna á kvöldin í skininu af arineldinum. Þótt goðamynd-
irnar í hofinu séu glæsilegri, þá er tréskurðurinn á öndvegissúlun-
um möndull ættarinnar, sýnilegt tákn um varanleika hennar. Hann
veit að í öndveginu, þar sem faðir hans situr nú, hafði afi hans áður
setið og á undan honum langafi, og hann veit einnig að síðar kem-
ur röðin að honum sjálfum að sitja þar og syni hans, og svo áfram
allt til ragnaraka. Þegar í æsku hefur Ingólfur sterka ábyrgðartil-
finningu, og hann heldur jafnan loforð sín: ef hann lofar að fara
varlega er hann staðráðinn í því og hann lætur skynsemina jafnan
ráða. Þegar faðir hans, sem er orðinn aldurhniginn, felur honum í
hendur umsjón með landareign ættarinnar verður hann duglegur
og umhyggjusamur stjórnandi. í víkingaferðum er hann varkár og
hygginn, og góður herstjórnandi.
Hjörleifur er í öllu andstæða Ingólfs. Hann hefur óbeit á goðun-
um, hann trúir ekki á þau, honum finnast goðsagnirnar heimskuleg-
ar og auk þess hefur hann megnasta viðbjóð á blótunum. Hann er
ábyrgðarlaus og hugsunarlaus. Ef honum dettur eitthvað í hug þarf
hann að framkvæma það samstundis, án nokkurrar umhugsunar,
hversu fáránlegt sem það er. Hann getur aldrei haldið neitt loforð
því um leið og hann fær nýja hugmynd steingleymir hann því. Þess
vegna tekur hann sífellt upp á furðulegustu hlutum, hann er í
rauninni í stöðugri lífshættu en samt sleppur hann alltaf einhvern
veginn. Það er eins og hann fari svo fljótt úr einni hættu í aðra að
dauðinn viti ekki hvar hann eigi að góma hann. Hann lofar að fara
varlega og fylgja ákveðnum vegi en gleymir því strax og honum
dettur í hug að stytta sér leið. Þegar Hjörleifur fær í hendur umsjón
með landareign fjölskyldunnar, á sama tíma og Ingólfur, sinnir hann
henni vel um stund en um leið og hann hefur ekki lengur gaman af
þessu nýja starfi missir hann áhugann með öllu og hættir að skipta
sér af því. Ingólfur sér hann ganga iðjulausan mánuðum saman og
fer þá á laun að hafa auga með eignum hans og sjá um að þeim sé vel
stjórnað. Það er jafnan mikill órói yfir Hjörleifi og honum leiðist
daglegt líf: „Árin liðu og ekkert bar til tíðinda!“7 Þess vegna vill
7 Gunnar Gunnarsson: Fóstbrœður, Jakob Jóh. Smári íslenskaði, Kaupmannahöfn
1919; á dönsku: „Tiden gik — og der skete ingen verdens ting“ í Edbmdre,
Kaupmannahöfn 1964, bls. 76.