Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 132
130
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
Grafarvoginum, þar sem nauðgarar og níðingar eru nánast rétt-
dræpir hvar sem til þeirra næst.35
Illugi Jökulsson hefur líkt og Mikael skrifað íslenska staðleysu
með hrollvekjandi ívafi. í sögunni Barnið mitt barnið (1993) segir
frá föður sem heldur út á land í leit að morðingja ungs barns og
upplifir hryllilega hluti á ferð sinni allt þar til hann nær fundum
hins seka austur í Vík í Mýrdal.36 Matthías Viðar Sæmundsson
sagði á sínum tíma í afar jákvæðum ritdómi um verkið: „Kunnug-
legt umhverfi er fært í annarlegan og hrollvekjandi búning: undir-
lendi Suðurlands verður að Balkanskaga, Afríku, Ríó de Janeiró -
íbúar Hellu og Hvolsvallar heyja ægilega styrjöld sín á milli,
hungursneyð ríkir við Markarfljót, börnum er lógað af lögreglu í
Vík. [...] Sögumaðurinn leitar að skýringum á því sem gerðist en
kemst að raun um að það er sífellt og allstaðar að gerast, að sam-
tíðin öll er eitruð, hungruð og brjáluð af mannhatri, að morðing-
inn í Vík/Ríó er langtífrá stakur í sinni röð.“37 Matthías lýkur
dómi sínum á hugleiðingum um mikilvægi þess að horfast í augu
við veruleikann allan, fegurð lífsins jafnt sem ljótleika þess. Sann-
leikskrafa bókar Illuga er um margt svipuð þeirri sem Jónas
Kristjánsson setti fram í leiðara sínum og þeirri sem finna má í
káputexta Falsks fugls, þó að vissulega sé meira lagt í slíkar hug-
35 í næstu skáldsögu sinni, Sögu af stúlku (Reykjavík: Forlagið, 1998), leikur
Mikael sér frekar með þá gotnesku aðgreiningu yfirborðs og innri veruleika,
samfélags og hvata, sem var meginviðfangsefni Falsks fugls. Lýsing JPV-útgáfu
á efni bókarinnar dregur ljóslega fram þá gotnesku tvöfeldni sem sögunni er
ætlað að fanga og er algjörlega sambærileg við lýsingarnar á Fölskum fugli og
Barnagtelum'. „Saga af stúlku segir frá Auði Ogn Arnarsdóttur, bráðfallegri 17
ára Reykjavíkurmær sem hefur ekki hugmynd um í hvorn fótinn hún á að stíga
og er alveg örugglega ekki öll þar sem hún er séð. „Hún er sigurvegari Evr-
ópsku söngvakeppninnar, hún er Ungfrú ísland með gervibarm, stúlkan sem
allar vilja vera, hún er fyrsta eintakið af framtíðarkonunni, brautryðjandi nýrra
trúarbragða ...“ Sjá: http://www.jpv.is/mikael/skruddur/sagaaf.html [sótt 12.
apríl 2006].
36 Illugi Jökulsson: Barnið mitt barnið. Skáldsaga. Reykjavík: Almenna bókafé-
lagið 1993. Af öðrum bókum Illuga sem taka á gotneskum frásagnarminnum
má nefna draugasöguna Silfurkrossinn (Reykjavík: Bjartur 1996).
37 Matthías Viðar Sæmundsson: „Kalt er mér í klettagjá." Morgunblaðið, 10. des-
ember 1993. Sjá einnig: http://www.hi.is/~mattsam/barnid.htm [sótt 12. apríl
2006].