Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 39
SKÍRNIR ORÐRÆÐA UM ORRUSTUÞOTUR 1961-2006 37
ar án samþykkis íslenskra stjórnvalda. Lögfræðingur Pentagon
komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að íslensk stjórnvöld
hefðu fullan rétt á að ógilda samninginn ef Bandaríkjamenn tækju
slíka ákvörðun einhliða. Hún bryti í bága við þriðju grein varnar-
samningsins um samsetningu herliðsins, og fjórðu greinina sem
tók til fjölda hermanna. Ekki væri unnt að gera breytingar á þess-
um tveimur atriðum nema íslensk stjórnvöld legðu blessun sína
yfir þær.19 Með öðrum orðum lögðu bandarísk stjórnvöld sama
skilning í varnarsamninginn á 7. áratug 20. aldar og íslensk stjórn-
völd á fyrri hluta 21. aldar eða þangað til Bandaríkjamenn ákváðu
að kveðja herlið sitt heim frá íslandi.
En þótt Bandaríkjastjórn gerði sér grein fyrir því að hafa yrði
samráð við íslendinga hafði Pentagon ekki fallið frá áformum um
brottflutning þotanna. Reyndar féllst McNamara á það árið 1966
að þær yrðu áfram á íslandi þangað til í mars 1968. Til að rök-
styðja þá ákvörðun vísaði hann sérstaklega til óbeinna hótana Em-
ils Jónssonar, sem hafði tekið við embætti utanríkisráðherra af
Guðmundi í. Guðmundssyni, um að segja upp varnarsamningn-
um.20 Málið var þó fjarri því að vera dautt, enda tók flugherinn
niðurstöðunni illa. íslensk stjórnvöld hafa sennilega haft pata af
því, þar sem þeir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Emil
Jónsson lögðu mikla áherslu á það árið 1967 að ekki yrði hróflað
við þotunum. Það gerði málið enn viðkvæmara að þingkosningar
voru sama ár og óvíst hvort viðreisnarstjórnin héldi velli. Meira að
segja Ásgeir Ásgeirsson forseti sá ástæðu til að blanda sér í málið
og vara Bandaríkjamenn við því að slík ákvörðun gæti komið við-
reisnarstjórninni illa. Emil Jónsson gekk síðan skrefi lengra með
því að hóta uppsögn varnarsamningsins með beinum hætti. Hann
orðaði það svo: „Eg sé ekki neinn tilgang í áframhaldandi veru
19 NHC, Operational Archives, Political-Military Policy Division, Box 209:
Minnisblað, Benjamin Forman, lögfræðilegur ráðunautur alþjóðadeildar varnar-
málaráðuneytisins, til P.E. Barringers, starfandi framkvæmdastjóra alþjóða-
deildarinnar fyrir Evrópu, 30. júlí 1963.
20 NA, RG 59, Bureau of European Affairs, Office of Northern European Af-
fairs, 1963-1975, Box 1: Robert McNamara, varnarmálaráðherra, til Deans
Rusks, 8. ágúst 1966.