Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 51
SKÍRNIR ORÐRÆÐA UM ORRUSTUPOTUR I961-2OO6 49
stjórnvalda um að haldinn yrði fundur Davíðs og Bush á árunum
2002-2003 voru hunsaðar. Fullyrða má, að það hafi verið fyrir-
sláttur að Bandaríkjaher gæti ekki verið án F-15 orrustuþotanna,
enda skipta þær ekki miklu máli í stóru myndinni. Mörg hundruð
slíkar flugvélar eru í eigu Bandaríkjahers og enn fleiri F-16 þotur.
Hins vegar var skortur á björgunarþyrlum, ekki síst vegna hern-
aðaraðgerðanna í Afganistan og írak, og eldsneytisvélum fyrir
þyrlurnar.
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar leiddi til mestu kreppu í sam-
skiptum ríkjanna síðan í tíð vinstri stjórnarinnar á 8. áratugnum.
Það var ekki aðeins tímasetningin sem kom Davíð og Halldóri í
opna skjöldu. Skilaboðin sem Bandaríkjastjórn sendi frá sér þrem-
ur árum eftir að gildistími bókunarinnar um varnarsamninginn
rann út, voru að samningaviðræður væru í raun óþarfar. Davíð
taldi að málinu væri alls ekki lokið þótt sendiherrann hefði látið
hafa það eftir sér að „Washington" stæði bak við brottkvaðningu
flugvélanna, og í framhaldinu var ákveðið að leita til NATO um
aðstoð. Fyrir tilviljun náði Halldór símasambandi við Robertson
lávarð, framkvæmdastjóra NATO, þegar hann var á leið til fund-
ar með þeim Colin Powell og George Bush og notaði tækifærið til
að biðja hann að tala máli íslenskra stjórnvalda. Á fundinum með
Powell kom strax í ljós að bandaríska utanríkisráðuneytið taldi sig
ekki geta gripið inn í málið. Þegar Robertson tók það beint upp
við Bush og bað hann um að vera „vinsamlegan gagnvart Islend-
ingum"59 kom forsetinn af fjöllum. Powell og Rumsfeld þurftu að
útskýra fyrir honum helstu þætti deilunnar og fór drjúgur hluti
fundarins í að ræða málefni íslands, en það hafði ekki verið ráð-
gert. Bush tók enga afstöðu til málsins en fól Condoleezzu Rice,
þjóðaröryggisráðgjafa, að finna einhverja lausn á því. Að sögn
embættismanns sem sat fundinn sneri Bush sér að Rice og sagði:
„Leystu málið!“60 í framhaldinu ákvað Bush-stjórnin að fresta
ákvörðuninni um brottflutning þotanna fram til sumarloka. Hins
59 Viðtal við bandarískan embættismann sem var á fundi Robertsons lávarðar,
framkvæmdastjóra NATO, með George Bush, Bandaríkjaforseta, Colin
Powell, utanríkisráðherra, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, 31. ágúst
2004.