Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 229
SKÍRNIR
SKÁLDSKAPUR ER EKKI KANÍNUR ...
227
Það er sjálfsagt að hvíla samstarfið, en ég veit ekki hvort við eigum að lesa
eitthvað í fjarveru Elíasar, hvort Gyrðir vilji undirstrika breytingarnar frá
fyrri söfnum, sem eru augljósar, einkum í sögum á borð við Að heyra blý-
ant detta, Bílhræið, Flugleiðina til Halmstad, Berjasaftina og Sumarbókina.
Það er stundum sagt um hina klassísku smásögu að í henni sé ekki
minnst á neitt án þess að það hafi tilgang. Hafir þú hengt byssu upp á vegg
í byrjun sögu, sagði Tsjekhov, verður þú að hleypa af henni áður en sögu
lýkur. Þessu mætti náttúrlega snúa við; hengja byssu upp á vegg einmitt
til þess að nota hana ekki. En þótt Gyrðir sé oft ánægjulega fjarri hefð-
bundnu smásögunni hefur hann, ekki síður en Tsjekhov, alla þræði í hendi
sér, og minnstu smáatriði hafa sinn tilgang. Myndmálið tekur mið af efni
hverrar sögu, það er ekki skraut sem hangir utan á og vekur athygli á
sjálfu sér, myndmál myndmálsins vegna, heldur vex það útúr sögunni,
efniviðnum, og á svo sjálfsagðan og hljóðlátan hátt að maður veitir því
ekki alltaf eftirtekt, ekki fremur en andardrætti; eins og í Silfurnefinu þar
sem 16. aldar stjörnufræðingurinn Tycho Brahe fer til dyra að kvöldi til,
fyrir utan er maður í svörtum munkakufli, með hettuna uppi, hann býð-
ur stjörnufræðingnum gott kvöld:
Það var fjarlægð í röddinni sem minnti Tycho á daufa stjörnu í svört-
um geimi.
Og í Teljósinu, sem segir af dauða föður sögumannsins, ber myndmálið
sterkan svip af efninu — eins og sést á upphafinu:
Þegar ég leit út um gluggann þennan haustmorgun hafði gránað í fjall-
ið. Það var einsog allt hefði breyst. Mér fannst líka að ég hefði breyst,
og það hefði gránað í hugann.
Gyrðir veit nákvæmlega hvað hann ætlar sér með orðunum, það er ekk-
ert út í bláinn, myndir og líkingar markvissar og skapa hughrif hjá lesand-
anum á sinn látlausa, næstum inngróna hátt, hann minnir mig stundum á
meistara kvikmyndanna sem töfra fram undraverð áhrif með birtu og
skuggum. En sumar myndir Gyrðis galopna, víkka sögurnar, alls óvænt,
fáein orð sem draga til sín fjarlæga heima, eins og þegar presturinn og
Steinbeck-þýðandinn í Húsi á tveimur hæðum veifar sögumanni með
hendinni sem heldur á sígarettu:
Við þessa hreyfingu kom svo fínlegt blátt reykský að ég fór að hugsa
um presta í austurvegi sem veifa einhverskonar ilmkerum við messur.
Eða þá úr sögunni Skrifherbergið:
„Þú ert bókamaður?“ spurði hann og sogaði að sér reyk, blés honum
síðan að mér. Mér komu í hug þessir mjóslegnu drekar úr teikni-