Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 31
SKÍRNIR GUNNAR GUNNARSSON OG LANDNÁMSÖLDIN 29
Þegar Þorsteinn Ingólfsson kemur með tillögu um að stofna
þing mætir hann tortryggni og tilraunir hans til að halda þing í
héraðinu heppnast ekki sérlega vel. Hann á sér nefnilega andstæð-
inga, sem eru að vísu vinir hans en stefna að öðru lífi en því sem er
lifað í nánum tengslum við náttúruna: það eru Borgarfeðgar,
Skalla-Grímur og Egill. Þeir eru óheilir og rótlausir, eira hvergi,
hafa ekki samlagast jörð sinni og óvíst er hvert stefnir í lífi þeirra,
þeir eru áttavilltir orðkynngismenn sem hafa rofið lög blóðsins.
Þorkeli finnast bardagalýsingar Egils illt tal. Stundum fyllist hann
aðdáun á Agli, en hann veit þó eitt: ef hann væri eins og Egill hlyti
hann að deyja.
Með því að gera bandalag við góða menn sem eru sama sinnis
og hann og nýta vel alla atburði sem sýna fram á nauðsyn þess að
hafa lög og dómstóla í landinu tekst Þorsteini um síðir að fram-
kvæma ætlunarverk sitt: stofna alþingi á Islandi. Þá er rótfestan í
rauninni fullkomin. í lok sögunnar kvænist Þorkell máni kristinni
konu: þannig boðar höfundur næsta þáttinn í sögu landsins,
kristnitökuna, sem hann segir svo frá í skáldsögunni Hvítikristur.
Dómur Kristins E. Andréssonar um þessar tvær skáldsögur
Gunnars Gunnarssonar sem hér hefur verið fjallað um er í raun-
inni hvorki sannur né ósannur, það væri nær að segja að hann
snerti ekki aðalatriðin. Það er að sjálfsögðu rétt að Gunnar lítur
svo á að það mannlíf sé farsælast sem er í nánum tengslum við
náttúruna og lifir á gróðri jarðar. Slíkt líf birtist lesandanum í upp-
kringum aldamótin 1500 og í byrjun 16. aldar. Mikkel Thogersen vaknar upp um
miðjan dag, áhyggjufullur út af draum sem hann hefur dreymt um nóttina en
getur þó ekki munað. Síðar um daginn, þegar hann er á gangi í reiðileysi um göt-
ur Kaupmannahafnar, rifjast draumurinn upp: „Ude i Kimmingen skinnede en
straalende hvid Sojle, ikke mere end en Finger stor, men han forstod, hvor uhyre
hojt den maatte rage op, siden den var saa ufatteligt langt borte. Den stod mod
Himlen som en snehvid Top af Solv og lyste. Og en kvart Himmel fra dem
ojnedes en lav glasblaa Kuppel, som maatte være flere Mile i Udstrækning, hvis
man kom nær til den. Medens Mikkel stirrede ud efter Synet fra det tomme
vandrende Hav, forekom det ham, at der maatte gaa en stor Flod fra Havet ind
til Byen. Thi det var en By, der laa paa den anden Side af Jorden" (Kongens Fald,
Kaupmannahöfn 1977, bls. 22). Það sem Mikkel Thogersen sér í draumi sínum
er stórborg nútímans í Ameríku. En sú draumsýn hefur þó allt aðra merkingu en
spádómskvæði Hrólfs rauðskeggs.