Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 33
VALUR INGIMUNDARSON
In memoriam:
Orðræða um orrustuþotur
1961-20061
„Það sem við búum við lítið öryggi þegar við treystum öðrum
fyrir hamingju okkar, jafnvel í daglegu lífi, ástum, vináttu og
hjónabandi!"
— William Hazlitt, breskur rithöfundur (1821).2
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar í mars 2006 um að kalla heim herlið
sitt frá íslandi eftir 55 ára dvöl markaði ekki aðeins söguleg þátta-
skil heldur batt hún einnig enda á eitt helsta deilumál íslands og
Bandaríkjanna frá lokum kalda stríðsins.3 Það kann að koma
spánskt fyrir sjónir að fjórar F-15 orrustuþotur ásamt björgunar-
þyrlum hafi orðið að kjarnaatriði — nánast þráhyggju — í sam-
skiptum ríkjanna. En frá sjónarhóli Bandaríkjamanna var málið
1 Ég stend í þakkarskuld við Rannsóknasjóð Háskóla íslands fyrir fjárstyrki til
þessarar rannsóknar. Ég vil einnig þakka fjölmörgum ónefndum bandarískum
og íslenskum embættismönnum fyrir að veita mér munnlegar og skriflegar upp-
lýsingar um samskipti íslands og Bandaríkjanna frá lokum kalda stríðsins. Loks
veitti Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, MA-nemi í sagnfræði við H.Í., mikilvæga
aðstoð við heimildaöflun.
2 William Hazlitt: „On Living to One’s Self“ (1821), www.blupete.com/literature
/Essays/Hazlitt/TableTalk/Living.htm.
3 Um samskipti íslands og Bandaríkjanna eftir að kalda stríðinu lauk sjá: Valur
Ingimundarson: „Confronting Strategic Irrelevance: The End of a U.S.-Iceland-
ic Security Community?" RUSI Journal, 150, 4 (desember 2005), bls. 66-71;
sami: „Icelandic Domestic Politics and Popular Perceptions of NATO,
1949-1999“, í Gustav Schmidt (ritstjóri): NATO - The First Fifty Years
(London: Palgrave, 2001), bls. 285-302; Guðni Th. Jóhannesson: „To the Edge
of Nowhere: U.S.-Icelandic Defense Relations during and after the Cold War“,
Naval War College Review, 57, 3/4 (sumar og haust 2004), bls. 115-137; Baldur
Þórhallsson og Hjalti Þór Vignisson: „The Special Relationship between Iceland
and the United States of America“, í Baldur Þórhallsson (ritstjóri): Iceland and
European Integration: On the Edge (London: Routledge, 2004), bls. 103-127.
Skírnir, 180. ár (vor 2006)