Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 43
SKÍRNIR ORÐRÆÐA UM ORRUSTUÞOTUR 1961-2006 41
hafi“31 vegna 12 orrustuþota. Til þess var Keflavíkurstöðin of
mikilvæg í hernaðaráætlunum Bandaríkjahers.
Orrustuþoturnar fá aukið hernaðarvægi 1971-1991
í lok 7. áratugarins sögðu Bandaríkjamenn skilið við áform um að
kveðja þoturnar á brott þangað til eftir lok kalda stríðsins. Þeir
endurnýjuðu þær meira að segja í tíð vinstri stjórnar Ólafs
Jóhannessonar, sem hafði það að markmiði að endurskoða varn-
arsamninginn eða segja honum upp á árunum 1971-1974. Nixon-
stjórnin vildi fyrir alla muni koma í veg fyrir að stjórn Framsókn-
arflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna tækist það ætlunarverk sitt að reka herinn úr landi. í við-
ræðum við íslensk stjórnvöld um varnarmálin 1973-1974 lagði
hún reyndar fram tillögu um að þoturnar hyrfu ásamt þyrlubjörg-
unarsveitinni eða þeim yrði fækkað. Tilgangurinn var þó eingöngu
að koma til móts við óskir leiðtoga framsóknarmanna, þeirra
Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, og Einars Ágústssonar, ut-
anríkisráðherra, um að minnka hernaðarumsvif á íslandi til að
bjarga herstöðinni.32
í „umræðugrundvelli“ vinstri stjórnarinnar, þ.e. tillögu hennar
í viðræðunum árið 1974, var einnig gert ráð fyrir að þoturnar færu
héðan. Sjálfstæðismenn vildu styðja þá framsóknarmenn sem voru
andvígir því að Bandaríkjaher færi frá íslandi. En þeir reiddust
mjög þegar þeir fréttu að ætlunin væri að senda flugsveitina úr
landi. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom
bandaríska sendiherranum, Frederick Irving, í skilning um að
sjálfstæðismenn sættu sig aldrei við að þoturnar yrðu kallaðar
heim. Forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn styddi varnarsamn-
31 Yfirmenn Bandaríkjahers viðhöfðu þessi ummæli í viðræðum við Einar
Ágústsson, utanríkisráðherra í stjórn Ólafs Jóhannessonar, um framtíð Kefla-
víkurstöðvarinnar í janúar 1973. Sjá Þjóðskjalasafn íslands [Þ.í.], Sögusafn ut-
anríkisráðuneytisins, 12, 2 varnarmál, Keflavík o.fl. 1973: Fundargerð, fundir í
varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna 26. janúar 1973.
32 Um varnarmálin í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, sjá Val Ingimundar-
son: Uppgjör við umbeiminn, bls. 119-329.