Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 179
SKÍRNIR
UM BORGES
177
eða ætti möguleika á að fá þau síðar; Neruda frá Chile hafði feng-
ið þau nokkrum árum fyrr og áhrifamenn í sænsku akademíunni
sögðu að það væri ekkert nema fullkomin óvirðing við minningu
hans að láta sér til hugar koma að sæma Borges sömu verðlaunum.
Neruda var, eins og getið er um hér að framan, að skemmta sér
með Nóru Lange og Oliviero Girondo á fjórða áratugnum í
Buenos Aires, og þar var einnig García Lorca, og það er eins og
Borges hafi aldrei getað fyrirgefið þessum skáldum; um svipað
leyti og hann viðraði sig upp við herforingjastjórnina í Chile lét
hann mjög lítilsvirðandi orð falla um Lorca í heimsókn til Spánar;
sagði Lorca vera heppinn að fasistarnir skyldu hafa skotið hann,
annars væri hann örugglega ekki frægur fyrir neitt.
Þessi hrifning Borgesar á herforingjastjórninni í heimalandinu
átti hinsvegar eftir að hverfa með öllu og hann gerðist svarinn and-
stæðingur hennar, og varð fyrir vikið útnefndur föðurlandssvikari
— meðal annars þegar honum láðist að sýna skylduga hrifningu á
því afreksverki stjórnarinnar að hernema Falklandseyjar; hann
líkti reyndar stríðinu um eyjaklasann við tvo sköllótta menn að
slást um greiðu.
Borges var alþjóðasinni, og í ljóði frá 1980 telur hann upp föð-
urlönd sín: Buenos Aires, borgina Nara í Japan, Genf, tvær Cor-
dóbur (samnefndar borgir á Spáni og í Argentínu) og ísland. í
fyrsta sinn sem hann kom hingað, 1971, mun hafa verið haft sam-
band við Guðberg Bergsson, sem ekki var á landinu. Guðbergur
hringdi í Matthías Johannessen og spurði hvort hann gæti verið
Borges innan handar, og það var auðsótt mál; hann sótti Borges á
flugvöllinn, fór með hann um og sýndi honum meðal annars Þing-
velli, eins og Matthías segir ágætlega frá í bókum sínum Vatnaskil
(2001) og Málsvörn og minningar (2004) — auk viðtalanna sem
áður er getið um. Heimildarmaður Williamson um heimsóknirnar
hingað er Maria Kodama, sem var mörgum áratugum yngri en
Borges en unnusta hans síðustu árin og þau giftust rétt fyrir and-
lát hans. Maria hefur kannski dálítið túristalega sýn á heimsókn-
irnar, man ekki nöfn á því fólki sem þau hittu en minnist meðal
annars heimsóknar til roskins manns með sítt skegg og himinblá
augu sem bjó úti á landi og var æðstiprestur í fornu norrænu trú-