Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 203
SKÍRNIR
Á TÍMUM VARANLEGRA ÁSTARSORGa'
201
Lilla í Sólskinshesti sér fyrir sér skáld á borð við Baudelaire og
Poe þegar hún hugsar um hinn látna unnusta Ragnhildar. Grísku-
prófessorinn í Hundrað dyrum ígolunni er sjálfur fagurkeri í anda
Poe því hann aðhyllist þá kenningu að „dauði fagurrar komu sé, án
efa, ljóðrænasta viðfangsefni í heimi“25 og sú hugmynd virðist vera
meginviðmið í lífi hans. Sagan staðfestir þannig þær sögusagnir að
grískuprófessorinn hafi flutt í næstu götu við Montmartre-kirkju-
garð til að geta verið nálægt látinni eiginkonu sinni. Prófessorinn
sér hámarkssamruna í eilífri aðgreiningu. Hann hafnar Brynhildi á
augnabliki sem hún sér síðar fyrir sér sem mestu sælustund lífs síns:
Hann lagði hönd á öxlina á mér. Hámark sælunnar, fyrr og síðar. Hvern-
ig hann horfði á mig, dapurt og heitt. Það var líka áður en orðin féllu, þau
sem réðu úrslitum. Ég sá samt eitthvað af því sem hann mundi segja. Að
það væri ekki hægt. Ekki einu sinni, ekki tvisvar, aldrei, að allt sem yrði
væri hér og nú. Mér og minni ást var úthlutað þessari stund og við gátum
átt okkur með það.
Samt hélt stundin áfram í algjörri sælu. (55)
Síðar um kvöldið játar prófessorinn fyrir henni að hann vilji gjarn-
an giftast henni en „að vera saman væri óhugsandi" (80). Hann
gefur Brynhildi engar skýringar á þessu háttalagi sínu en tekst á
einhvern hátt að draga hana með sér niður í dauðaleitarfenið því
að aldarfjórðungi síðar er hún enn með þessi sæluríku og sárs-
aukafullu augnablik á heilanum. Hér renna lífs- og dauðahvötin
saman, þráin leitar í hreyfingarleysi, í stöðugt ástand sem líkja má
við dauða.26 Nóttin sem Brynhildur ver með prófessornum í íbúð
25 Þessari hugmynd Poes eru gerð góð skil í kafla Elisabeth Bronfen „Allra ljóð-
rænasta viðfangsefnið“ sem birtist í bók hennar Over Her Dead Body. Sjá ís-
lenska þýðingu á kaflanum í Ritinu 3/2003, þýð. Arnar Pálsson, Sölvi Björn
Sigurðsson, Guðni Elísson og Jón Ólafsson, bls. 183-206.
26 Goethe greinir hina óhöndlanlegu rómantísku ást á svipuðum forsendum.
Hann segir um Werther unga, í samnefndri skáldsögu, að ef það sé satt sem sagt
sé að æðstu hamingjuna sé að finna í þránni og að sönn þrá hljóti alltaf að bein-
ast að því óhöndlanlega, þá hafi allt lagst á eitt að gera ungmennið sem sagt er
frá í þessari sögu að hamingjusömustu dauðlegu veru á jörðinni. Það er svo
þessi sama þrá sem dregur Werther að lokum til dauða. Rosemary Sullivan fjall-
ar um sögu Goethes í Labyrinth of Desire. Wornen, Passion and Romantic Ob-
session, bls. 62-66.