Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 118
116
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
„almenningsálitinu“, en Todorov leggur áherslu á að „skoðun al-
mennings sé vitaskuld ekki „raunveruleiki“ heldur aðeins frekari
orðræða sem er óháð verkinu" sem um ræðir.14 Hvoruga sann-
leiksgerðina er því í neinum skilningi hægt að leggja að jöfnu við
hlutlægan „raunveruleika" eða „sannleika", þó svo að vægi hinna
ólíku greina sé gjarnan metið út frá raunveruleikagildi þeirra og
„almenn sannindi“ séu jafnan sett fram sem hlutlægur sannleikur.15
Þetta þarfnast kannski frekari skýringar. Til þess að verk sem
tilheyra fastmótaðri bókmennta- eða kvikmyndagrein teljist senni-
leg verða þau að lúta þeim reglum sem greinin setur sér, en þess-
ar reglur eru ólíkar frá einni grein til annarrar. Reglurnar hafa
áhrif á sviðsetningu, frásagnarframvindu og persónusköpun, eins
og allir geta séð sem bera t.a.m. saman epísk söguljóð og nítjándu
aldar melódrama, eða vestra og söngleiki. Eins og kvikmynda-
fræðingurinn Steve Neale bendir á í „Vandamáli greinahug-
taksins" er greinahugtakið ekki einvörðungu bundið við verkin
sjálf. Það má einnig skilgreina sem ákveðið væntingakerfi sem
mótar skilning lesandans eða áhorfandans á verkinu sem athygl-
in beinist að. Væntingakerfi kvikmyndagreinanna skýrir þannig
fyrir áhorfendum hvers vegna og hvernig ákveðnir atburðir ger-
ast, hvers vegna persónur klæða sig, líta út, tala og hegða sér eins
og þær gera: „Ef einhver kvikmyndapersóna brestur til dæmis
allt í einu í söng af engri ástæðu (eða án frekari skýringar) getur
14 Tzvetan Todorov: Introduction to Poetics. Brighton: Harvester Press, 1981, bls.
118 og 119.
15 Bandaríski kvikmyndafræðingurinn David Bordwell segir raunsæiskröfu og
höfundartjáningu vera tvær af meginaðferðum listrænu kvikmyndarinnar til að
skilja sig frá hefðbundnum Hollywood-kvikmyndum sem fangi ekki raunveru-
leika mannlegrar tilvistar í sama mæli og listrænu myndirnar. Bordwell grefur
undan þessari hugmynd með því að draga fram þetta sérstaka „sannleiksgildi"
listrænna kvikmynda og hann notar það svo til þess að skilgreina þær sem sér-
staka kvikmyndagrein sem lúti sínum eigin reglum og lögmálum, ekki síður en
hefðbundnar kvikmyndagreinar. Sjá: „The Art Cinema as a Mode of Film
Practice". Film Theory and Criticism [5. útg.]. Ritstj. Leo Braudy og Marshall
Cohen. New York og Oxford: Oxford University Press, 1999, bls. 716-724.
Grein Bordwells kemur út í íslenskri þýðingu síðar á þessu ári („Listræna kvik-
myndin sem aðferð í kvikmyndagerð.“ Þýð. Guðni Elísson. Kvikmyndagrein-
ar. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006).