Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 32

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 32
(63)a. Þá bað hann enn, að rigna skyldi og gaf þá himinninn skúr en jörðin ávöxt sinn. (ÍT, Íslenska hómilíubókin. Fornar stólræður) b. Bað Elía að eigi rigndi á jörðina og varð sjö misseri. (ÍT, Íslenska hómilíubókin. Fornar stólræður) Dæmin í (63) sýna rigna í aukasetningum og þar felst stílfærslan annars vegar í því að nafnháttur veðursagnarinnar fer á undan persónubeygðu háttarsögninni skyldi (63a) og hins vegar í því að neitunin eigi fer á undan persónubeygðu veðursögninni (63b). Með öðrum orðum virðist færslan miða að því að sögn í persónuhætti lendi ekki fremst í setningu heldur sé í hinu hefðbundna öðru sæti. Þar sem enginn leppur eða gervifrumlag er í forníslensku hefði mátt búast við að veðurfarssagnir væru þar algengar í fyrsta sæti. Raunin er þó önnur. Vissulega finnast dæmi um sögnina í þessari setningarstöðu en skortur á fornum heimildum um veðurfarssagnir veldur því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir af fyrirliggjandi gögnum. Með fáeinum undantekningum standa persónubeygðar veðurfarssagnir í öðru sæti, sem er eðlileg staða persónubeygðra sagna í íslensku máli að fornu og nýju. 3.7 Samantekt Í þessum kafla var greint frá könnun á veðurfarssögnum í forníslenskum textum. Eins og við er að búast gátu veðurfarssagnirnar komið fyrir „frum lagslausar“ (þ.e. án sýnilegs frumlags), en athygli vekur að flestar gátu þær þó einnig tekið með sér nafnliði, t.d. veður sem kemur fyrir með sögnunum birta, frysta, hlána, hvessa, kólna og lýsa; hríð sem kemur fyrir með sögninni birta; nótt með sögninni myrkva; snær með drífa og stormur, veður og illviðri með lægja. Nafnliðirnir eru ýmist í nefnifalli (með sögn- unum hlána, kólna og þiðna), þolfalli (með fenna, hvessa, lygna, lægja, frysta, birta, dimma, lýsa og myrkva) eða þágufalli (með rigna og drífa). Sumar sagnir geta tekið með sér nafnliði í mismunandi föllum en þar kemur raunar oft fram nokkur merkingarmunur. Sögnin rigna getur til dæmis tekið bæði nefnifall og þágufall. Dæmi um hið fyrrnefnda eru afar fá og eru einskorðuð við þýðingar; þar táknar nefnifallsliðurinn geranda (Guð). Notkun þágufallsins er hins vegar ekki að erlendri fyrirmynd og merkir tegund úrkomu, t.d. blóð, fæðslu eða eld og brennistein. Sögnin blása getur staðið með nafnlið í nefnifalli eða þolfalli. Nefnifallið táknar þann sem blæs, t.d. vind, en þolfall er notað þegar nafnliðurinn (t.d. haug- Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.