Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 54
aði sterk en þessi grein færir rök fyrir þeirri tilgátu að hægt sé að bera
fram veik fornöfn og fornöfn í afturbeygðri þolmynd í íslensku séu af því
tagi. Almenn tilgáta greinarinnar er því sú sem haldið er fram í (9) og það
sértilvik sem er til athugunar er (10).
(9) Almenn tilgáta
Fornöfn sem eru borin fram geta verið VF í skilningi Landaus 2010.
(10) Tilgáta um íslensku
Fornafnið í afturbeygðri þolmynd í íslensku er VF.
Setning eins og (11) er dæmi um afturbeygða þolmynd.5 Margir íslenskir
málhafar telja svona setningar vera tækar (sjá umræðu hjá Sigríði Sigur -
jónsdóttur og Maling 2001a, Hlíf Árnadóttur o.fl. 2011, Höskuldi Þráins -
syni o.fl. 2015). Þessi setningagerð einkennist af því að eini rök liðurinn er
einfalda afturbeygða fornafnið sig og þetta fornafn krefst ekki setninga -
fræðilegs undanfara. Út frá tilgátu okkar munum við þess vegna færa rök
fyrir því að sig í (11) sé veikt fornafn í skilningi Landaus.
(11) Svo var drifið sig á ball.
Þó að við einblínum einkum á afturbeygða þolmynd á það sama einnig við
um sig í samsvarandi germyndarsetningu, eins og (12a) þar sem drífa sig er
notað í sömu merkingu og í (11); þar er sig einnig VF. Þegar veika for-
nafnið hefur undanfara samræmist það honum í persónu og tölu, sbr.
(12b–c).
(12) a. Jón dreif sig á ball.
b. Ég dreif mig á ball.
c. Þið drifuð ykkur á ball.
Almenna tilgátan í (9) er áhugaverð fyrir þær sakir að hún spáir því að
sama aðgreining milli veikra og sterkra fornafna birtist bæði í ósögðum
fornöfnum og í þeim sem eru borin fram. Slík greining er gagnleg að því
Anton Karl Ingason o.fl.54
5 Nafnlaus yfirlesari spyr hvort sú setningagerð sem við nefnum afturbeygða þolmynd
sé örugglega þolmynd. Slíkt fer einfaldlega eftir því hvernig þolmynd er skilgreind og sú
skilgreining sem er valin, hver svo sem hún er, er ekki mikilvæg fyrir þessa grein. Aftur -
beygð þolmynd hefur tiltekna eiginleika sem minna á hefðbundna þolmynd, s.s. hjálpar-
sögnina vera og aðalsögn í lýsingarhætti, og þess vegna þykir okkur eðlilegt að nefna hana
þessu nafni. Hefðbundin þolmynd, afturbeygð þolmynd og ný þolmynd eru þrjár ólíkar
setningagerðir sem koma við sögu í greininni og þær heita svipuðum nöfnum vegna þess
að þeim svipar hverri til annarrar að sumu leyti.