Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 65

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 65
samtengingu, eru ótækar í afturbeygðri þolmynd, þ.e. í þeirri merkingu að annars vegar hafi einhver rakað sig meðan sá hinn sami var fullur (x rakaði x og x var fullur) og hins vegar að einhver hafi rakað sig og sá hinn sami hafi jafnframt rakað Guðmund (x rakaði x og y). Þetta styður það sem við höldum hér fram, að sig sé VF í afturbeygðri þolmynd (en SF með langdrægri afturbeygingu, svo sem í nýju þolmyndinni). Hér er rétt að geta nokkurra dæma sem virðast við fyrstu sýn vera gagndæmi við því sem við höldum hér fram. Við höfum áður nefnt að sig sé SF í afbrigðilegri fallmörkun og gerviafturbeygingu enda geta lýsingar- orð staðið sem umsagnir með sig í þessum setningagerðum. Þar sem mál- hafar sem eingöngu hafa afturbeygða þolmynd í máli sínu en ekki nýju þolmyndina samþykkja ekki „þolmynd“ þessara gerða er það vísbending um að setningafræði afbrigðileglegrar fallmörkunar og gerviafturbeyging- ar krefjist annarrar greiningar en setningafræði afturbeygðrar þolmyndar; með öðrum orðum er „þolmynd“ þessara setningagerða ekki afturbeygð þolmynd heldur nýja þolmyndin. Annars konar dæmi eru sýnd í (33): (33) a. Jón lagði sig allan fram. b. Páll gerði sig kláran. c. Siggi finnur sig knúinn til að mótmæla. Í (33a) stendur magnliður en ekki lýsingarorðsliður með sig. Ekki er aug- ljóst hvernig á að greina þetta, enda er setningafræði magnliða margslung- in (sbr. Sportiche 1988), en í það minnsta er þetta öðruvísi gerð en af - brigðileg fallmörkun og gerviafturbeyging. Í (33b) sjáum við fylgiumsögn með sig. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að nota sögn í nafnhætti í þessari setn- ingagerð (*Páll gerði sig vera kláran) kann að vera að hún sé af svipuðum toga og afbrigðileg fallmörkun. Í (33c) er svo annað dæmi um fylgi- umsögn sem stendur með sig. Í þessum dæmum sjáum við að sig verður að vera SF; það kann að virðast mótdæmi gegn því að sig í afturbeygðri þol- mynd sé VF. Hins vegar höldum við því fram að „þolmynd“ dæmanna í (33), sem sýnd er í (34), sé alls ekki afturbeygð þolmynd, heldur geti ein- ungis málhafi nýju þolmyndarinnar myndað þessar setningar.16 Veik fornöfn í afturbeygðri þolmynd 65 16 Ritrýnir segist ekki vera viss um (34a–b) séu dæmi um nýju þolmyndina þar sem þessi dæmi séu fyrir honum betri en ótvíræð dæmi um nýju þolmyndina. Hann telur svo (34c) verri setningu vegna þess að þar sé enginn gerandi. Þess má geta að ritstjóri segist sammála dómum ritrýnis. Við teljum að þessi dæmi séu sannarlega ný þolmynd en hugsan- legt er að aðrir þættir, s.s. líkindi við afturbeygða þolmynd og það að allan er magnliður en ekki lýsingarorðsliður, hafi áhrif á það hversu góð dæmin þykja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.