Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 65
samtengingu, eru ótækar í afturbeygðri þolmynd, þ.e. í þeirri merkingu
að annars vegar hafi einhver rakað sig meðan sá hinn sami var fullur
(x rakaði x og x var fullur) og hins vegar að einhver hafi rakað sig og sá
hinn sami hafi jafnframt rakað Guðmund (x rakaði x og y). Þetta styður
það sem við höldum hér fram, að sig sé VF í afturbeygðri þolmynd (en SF
með langdrægri afturbeygingu, svo sem í nýju þolmyndinni).
Hér er rétt að geta nokkurra dæma sem virðast við fyrstu sýn vera
gagndæmi við því sem við höldum hér fram. Við höfum áður nefnt að sig
sé SF í afbrigðilegri fallmörkun og gerviafturbeygingu enda geta lýsingar-
orð staðið sem umsagnir með sig í þessum setningagerðum. Þar sem mál-
hafar sem eingöngu hafa afturbeygða þolmynd í máli sínu en ekki nýju
þolmyndina samþykkja ekki „þolmynd“ þessara gerða er það vísbending
um að setningafræði afbrigðileglegrar fallmörkunar og gerviafturbeyging-
ar krefjist annarrar greiningar en setningafræði afturbeygðrar þolmyndar;
með öðrum orðum er „þolmynd“ þessara setningagerða ekki afturbeygð
þolmynd heldur nýja þolmyndin.
Annars konar dæmi eru sýnd í (33):
(33) a. Jón lagði sig allan fram.
b. Páll gerði sig kláran.
c. Siggi finnur sig knúinn til að mótmæla.
Í (33a) stendur magnliður en ekki lýsingarorðsliður með sig. Ekki er aug-
ljóst hvernig á að greina þetta, enda er setningafræði magnliða margslung-
in (sbr. Sportiche 1988), en í það minnsta er þetta öðruvísi gerð en af -
brigðileg fallmörkun og gerviafturbeyging. Í (33b) sjáum við fylgiumsögn
með sig. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að nota sögn í nafnhætti í þessari setn-
ingagerð (*Páll gerði sig vera kláran) kann að vera að hún sé af svipuðum
toga og afbrigðileg fallmörkun. Í (33c) er svo annað dæmi um fylgi-
umsögn sem stendur með sig. Í þessum dæmum sjáum við að sig verður að
vera SF; það kann að virðast mótdæmi gegn því að sig í afturbeygðri þol-
mynd sé VF. Hins vegar höldum við því fram að „þolmynd“ dæmanna í
(33), sem sýnd er í (34), sé alls ekki afturbeygð þolmynd, heldur geti ein-
ungis málhafi nýju þolmyndarinnar myndað þessar setningar.16
Veik fornöfn í afturbeygðri þolmynd 65
16 Ritrýnir segist ekki vera viss um (34a–b) séu dæmi um nýju þolmyndina þar sem
þessi dæmi séu fyrir honum betri en ótvíræð dæmi um nýju þolmyndina. Hann telur svo
(34c) verri setningu vegna þess að þar sé enginn gerandi. Þess má geta að ritstjóri segist
sammála dómum ritrýnis. Við teljum að þessi dæmi séu sannarlega ný þolmynd en hugsan-
legt er að aðrir þættir, s.s. líkindi við afturbeygða þolmynd og það að allan er magnliður en
ekki lýsingarorðsliður, hafi áhrif á það hversu góð dæmin þykja.