Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 66

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 66
(34)a. Það var lagt sig allan fram. b. Það var gert sig kláran. c. Það var fundið sig knúinn til að mótmæla. Í þessu sambandi er enn fremur rétt að nefna eftirfarandi dæmi frá Jóni Friðjónssyni (1980, sjá einnig Wood 2015): (35) a. Hann auglýsti sig sem vísindamaður/vísindamann. b. Hann hrósaði sér sem vísindamaður/vísindamanni. c. Hann hefndi sín sem vísindamaður/vísindamanns. (Jón Friðjónsson 1980:104) Hér má sjá að nafnliðurinn sem kemur á eftir sem getur hvort heldur sem er staðið í nefnifalli (og er þá fylgiumsögn frumlagsins hann) eða í sama aukafalli og afturbeygða fornafnið (og virðist þá vera fylgiumsögn þess). Það er engan veginn augljóst hvernig á að greina setningarliði á borð við sem vísindamaður/vísindamann og við gerum ekki tilraun til þess hér. Aftur á móti er mikilvægt að komast að því hvort afturbeygða fornafnið verði að vera sterkt til þess að leyfa nafnlið í sama aukafalli á eftir sem, og þá jafnframt hvort „þolmynd“ þessara dæma sé tæk sem afturbeygð þol- mynd eða eingöngu sem nýja þolmyndin. Það er mjög athyglisvert í þessu sambandi að það virðist vera munur á því hvort um raka-sagnir er að ræða, eins og í (35), eða skyldubundið aftur - beygðar sagnir, eins og í (36): (36)a. Hann jafnaði sig sem íþróttamaður/*íþróttamann. b. Hann hagaði sér sem alger bjáni/*algerum bjána. c. Hann skammaðist sín sem vísindamaður/*vísindamanns. (sbr. Jón Friðjónsson 1980:106) Sagnirnar jafna sig, haga sér og skammast sín eru allar með skyldubundna afturbeygingu. Hér er sambeyging afturbeygða fornafnsins og nafnliðar- ins sem kemur á eftir sem ótæk. Það kann að stafa af því að afturbeygða fornafnið er hér VF, en ef svo er þá er það SF í (35). Við skoðum þessa setningagerð ekki frekar hér en vert væri að kanna þetta atriði betur í framtíðinni. Rétt er að taka fram að þegar ofangreindar setningagerðir eru bornar saman við afturbeygða þolmynd eru þær til marks um að sig getur bæði verið SF og VF í íslensku. Hér að ofan höfum við rakið að sig getur ekki tekið með sér fylgium- sagnir í afturbeygðri þolmynd og ekki er heldur hægt að tengja sig við full- an nafnlið með samtengingu. Þriðju rökin fyrir því að sig sé VF í aftur- Anton Karl Ingason o.fl.66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.