Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 90

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 90
upprunalegt stutt e hefur einnig í mörgum tilvikum orðið að [jɛ]. Því er gjarnan haldið fram að þar sem é [jɛ] nútímamáls samsvarar forn- íslensku e hafi stutta hljóðið „lengst og síðar tekið sömu breytingum sem upprunalegt é“ (Björn K. Þórólfsson 1929a:232).10 Nýleg athugun Hauks Þor geirs sonar (2009) á vitnisburði kveðskapar sýndi hins vegar að þetta fær ekki staðist, í öllu falli ekki sem almenn skýring. Í nokkuð stóru safni kveðskapar frá því eftir 1200 og fram að hljóðdvalarbreyt- ingu fann Haukur um 60 dæmi um orðin heðan, Heðinn, sneri, eta og herað (öll hafa é í nútímaíslensku en við hlið éta og snéri eru einnig til eta og sneri) í stöðu þar sem hrynjandi gefur vísbend ingu um þunga áhersluatkvæðisins. Í öllum tilvikum virðist það hafa verið létt, þ.e. sér- hljóð þess stutt. Í ljósi þessa er sennilegt að fyrir hljóðdvalarbreytinguna hafi verið greint á milli stutts [jɛ] < e og langs [jɛː] < é. Líkt og í tilviki „ie“ fyrir é koma elstu dæmi um ritun „ie“ fyrir upphaflegt e fyrir í handritum frá 13. öld (sjá Björn K. Þórólfsson 1929a:234).11 Ólíklegt virðist að bæði hljóða samböndin eigi upptök sín í einu tvíhljóðunarferli; tvíhljóðun langs é ([eː] > [e] > [jɛː]) skýrir með öðrum orðum ekki hvernig [jɛ] varð til úr stuttu e. Ekki er óþekkt að stutt sérhljóð sæti tvíhljóðun en það er sjaldgæfara en í tilviki langra sérhljóða og sennilega er eðli tvíhljóðunar ólíkt eftir því hvort um er að ræða stutt eða löng sérhljóð. Mér er ekki kunnugt um dæmi þess úr öðrum tungumálum að stutt og löng sérhljóð hafi tvíhljóðast í sömu breytingu. Ef ein og sama hljóðbreytingin bjó að baki bæði [jɛ] < e og [jɛː] < é hefur lengd ekki skipt máli og hugsanlegt að eitthvað annað en tvíhljóðun hafi átt sér stað, ef til vill eins konar j- innskot eins og stundum hefur verið gert ráð fyrir (sjá nmgr. 10 og Finn Jónsson 1925:85). Ekki er þó útilokað að um aðskildar breytingar sé að ræða og er rétt að hafa í huga þann mun sem fólginn er í því að í lang- flestum tilvikum hefur langt forníslenskt é orðið [jɛ] í nútímamáli (reglu- lega undantekningu mynda orð er hófust á hvé- í fornmáli, sbr. hvél, hvé, hvénær, en nísl. hvel, hve, hvenær, Bandle 1956:48), en stutt forníslenskt e sam svarar oftast e [ɛ] í nútímamáli en aðeins stundum [jɛ]. Vel getur Aðalsteinn Hákonarson90 10 Ekki gera þó allir ráð fyrir lengingu upphaflegs stutts e alls staðar þar sem það sam- svarar é [jɛ] í nútímamáli. Til að mynda taldi Bandle að e hefði sætt lengingu í sumum til- vikum, en skýrði önnur sem afleiðingu [j]-innskots eða áhrifsbreytinga (1956:49–51). 11 Meðal allra elstu dæma (í handritum frá því á fyrri hluta 13. aldar) er „ie“ raunar oftar ritað fyrir upphaflegt stutt e en langt é. Í heild eru dæmin þó mjög fá svo að óvíst er að þetta hafi nokkra þýðingu (sjá Björn K. Þórólfsson 1929a:234).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.