Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 102

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 102
 Í kafla 3.2 kom fram að dæmi á borð við „lꜳu“ fyrir lágu og „rouna“ fyrir rófuna eru álitin vísbending um tvíhljóðun á og ó. Þau endur spegla brott fall [ɣ] og [v] í stöðu á eftir á og ó og á undan u. Einnig hefur átt sér stað brottfall á eftir ú, sbr. rím orðmyndanna lúgum og húfum, en ekki á eftir öðrum sérhljóðum, enda rímar logum ekki við lofum, né heldur hugum við rufum eða baugum við laufum. Því er sennilegt að seinni hluti á og ó hafi verið orðinn nálægur og uppmæltur líkt og ú þegar brottfall varð í orðum eins og lágu og rófu. En þótt ó og á hljóti að hafa tvíhljóðast áður en önghljóðin féllu brott segja dæmi eins og „lꜳu“ og „rouna“ fyrir lágu og rófuna ekkert um það hvort tvíhljóðun átti sér stað löngu eða skömmu fyrir brottfallið. Þessir rithættir eru bein afleiðing af brottfallinu en aðeins óbein afleiðing af tví- hljóðun ó og á, enda ástæðulaust að ætla að [ɣ] og [v] hefðu fallið brott um leið og á undan fór []. Elsta dæmi um rithátt er endurspeglar brottfallið er frá 15. öld en líkt og fram kom í kafla 3.3.4 eru vísbendingar um tví- hljóðun ó og á frá 14. öld, þ.e. rím é : e — eða öllu heldur skortur á sam- svarandi rími á : a og ó : o — og ritháttarbreytingin „va“ (fyrir vá) > „vo“. Flest bendir því til þess að ó og á hafi tvíhljóðast nokkru fyrr en öng- hljóðin féllu brott. Rithættir á borð við „lꜳu“ fyrir lágu gagnast þannig við að ákvarða terminus ante quem tvíhljóðunar ó og á. Hið sama má raunar segja um rím é : e (gagnvart skorti á rími á : a og ó : o) því það var ekki bein afleiðing af tvíhljóðun heldur kom það til vegna samfalls langra og stuttra sérhljóða. Í ljósi þessa mætti ef til vill, í anda Hreins Benediktssonar, gera ráð fyrir því að uppmæltu hljóðin ó og á hafi sætt tvíhljóðun á sama tíma og hin frammæltu é og æ, þ.e. um eða fyrir 1200. Gegn þessu mælir hins vegar ritháttar breytingin „va“ (fyrir vá) > „vo“ sem sennilega er bein afleiðing tvíhljóðunar á. Ekki eru þekkt nein dæmi um hana fyrr en á öndverðri 14. öld og tvíhljóðun á hefur því tæplega verið hafin þegar um 1200. En jafnframt hefur á [ɔː] varla orðið að [a] milliliðalaust heldur fyrst sennilega breyst í [ɔ]. Hins vegar er ekki víst að ritháttarbreytingin „va“ (fyrir vá) > „vo“ hafi orðið fyrr en stiginu [a] var náð. Samkvæmt Aðalsteinn Hákonarson102 fyrlét 17v9, sem nefna hefði mátt í umræðu um ritun „ei“ fyrir é. Jón Helgason taldi að hér hefði skrifari óvart ritað þátíðarmynd sagnarinnar fyrlíta í stað fyrláta enda komi báðar þessar sagnir fyrir áður á sömu blaðsíðu (1957:xxi). Skýring Jóns er ekki ósennileg en einnig er til þess að líta að í sama handriti eru þrjú dæmi um „e“ fyrir ei, „þera“ þeirra 9r11, „vette“ veitti 18v10 og „let“ leit 31r12 (Jón Helgason 1957:xxi). Ekki skyldi því útiloka að „fvrleit“ fyrir fyrlét endurspegli tvíhljóðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.