Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 107

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 107
 Í þessu sambandi er við hæfi að benda á áhugaverðan orðaleik í Íslend - inga sögu Sturlu Þórðarsonar. Magnús Snædal hefur áður vakið á hon um athygli og er hér gripið niður í endursögn Magnúsar (1993:212): Þar segir frá því er Hrafn Oddsson og Guttormur Helgason körtur fóru að Oddi Þórarinssyni og drápu hann. Tveimur nóttum fyrir fundinn dreymdi Hrafn að til hans kom maður sem kvaðst heita Höskuldur. Glímdu þeir og hafði Hrafn betur að lokum. Hann bað Guttorm að ráða drauminn (Sturl: 512): Guttormr mælti: „Hvárt þótti þér hann seint leiða nafnit sitt eða skjótt?“ „Víst heldur seint,“ segir Hrafn. „Þá kalla eg hann Haustskuld,“ segir Guttormur, „ok mun um vér nú gjalda Oddi haustskuld, er hann tók á hausti Hein rek biskup og fé Þorsteins, bónda í Hvammi.“ Magnús spyr hvort þetta segi ekki eitthvað um „venslin milli /ö/ og /au/ á þessum tíma. Var munurinn á þeim einkum lengdarmunur?“ (1993:213). Annað er ósennilegt en að á síðari hluta 13. aldar, þegar Íslendinga saga var samin (ÍB 1:315), hafi hljóðgildi ö og au verið ólíkt. Munurinn á ö [œ] ~ au [œ] hefur verið sambærilegur muninum á i [ɪ] ~ í [iː], e [ɛ] ~ é [e], a [ɐ] ~ á [a] o.s.frv., þar sem áður hafði einungis munað lengd. Þrátt fyrir að hljóð gildi langra og stuttra sérhljóða væri orðið frábrugðið var enn þá til staðar ákveð in samsvörun. Áður munaði bara lengd en nú var einnig reglu bund inn munur á hljóðgildi. Á þessum tíma hefur verið litið svo á að í pörum eins og i ~ í, e ~ é og a ~ á væri á ferð einn og sami bókstafurinn (lat. littera) sem hægt væri að bera fram á tvo vegu, þ.e. sem stuttan eða langan.45 Ekki er óvænt að bók- fært fólk á ofanverðri 13. öld hafi litið svo á að munurinn fælist fyrst og fremst í lengd, enda fyrir því óslitin hefð allt frá tíma þegar munurinn fólst (nánast) einvörðungu í lengd. Auk þess var vissulega enn munur á lengd og engin sérstök þörf á flóknara heiti yfir það sem greindi á milli i ~ í, e ~ é, a ~ á o.s.frv. Orðaleikurinn hér að ofan hlýtur að grundvallast á þessari hefð og styður þá tilgátu að á 13. öld hafi verið tekið að líta á ö Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 107 45 Í annarri málfræðiritgerðinni, sem talin er samin á síðustu áratugum 13. aldar (Ra - schellà 1982:130), stendur (Dahlerup og Finnur Jónsson 1886:64): „Hljóðstafir [þ.e. sér - hljóðar, A.H.] hafa og tvenna grein, […] að þeir sé styttir eða dregnir; en ef skýrt skal rita, þá skal draga yfir þann staf, er seint skal leiða, sem hér: á því ári, sem Ari var fæddur, ok, ér ertuð hann; það er í mínu minni. Oftliga skipta orða leiðingar öllu máli, hvort inn sami hljóðstafur er leiddur seint eða skjótt“ (texti Uppsalabókar með viðbót úr Worms bók (ská- letrað); stafsetning er samræmd eftir nútímavenju).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.