Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 107
Í þessu sambandi er við hæfi að benda á áhugaverðan orðaleik í Íslend -
inga sögu Sturlu Þórðarsonar. Magnús Snædal hefur áður vakið á hon um
athygli og er hér gripið niður í endursögn Magnúsar (1993:212):
Þar segir frá því er Hrafn Oddsson og Guttormur Helgason körtur fóru að
Oddi Þórarinssyni og drápu hann. Tveimur nóttum fyrir fundinn dreymdi
Hrafn að til hans kom maður sem kvaðst heita Höskuldur. Glímdu þeir og
hafði Hrafn betur að lokum. Hann bað Guttorm að ráða drauminn (Sturl:
512):
Guttormr mælti: „Hvárt þótti þér hann seint leiða nafnit sitt eða skjótt?“
„Víst heldur seint,“ segir Hrafn.
„Þá kalla eg hann Haustskuld,“ segir Guttormur, „ok mun um vér nú
gjalda Oddi haustskuld, er hann tók á hausti Hein rek biskup og fé Þorsteins,
bónda í Hvammi.“
Magnús spyr hvort þetta segi ekki eitthvað um „venslin milli /ö/ og /au/
á þessum tíma. Var munurinn á þeim einkum lengdarmunur?“ (1993:213).
Annað er ósennilegt en að á síðari hluta 13. aldar, þegar Íslendinga saga var
samin (ÍB 1:315), hafi hljóðgildi ö og au verið ólíkt. Munurinn á ö [œ] ~
au [œ] hefur verið sambærilegur muninum á i [ɪ] ~ í [iː], e [ɛ] ~ é [e], a
[ɐ] ~ á [a] o.s.frv., þar sem áður hafði einungis munað lengd. Þrátt fyrir
að hljóð gildi langra og stuttra sérhljóða væri orðið frábrugðið var enn þá
til staðar ákveð in samsvörun. Áður munaði bara lengd en nú var einnig
reglu bund inn munur á hljóðgildi.
Á þessum tíma hefur verið litið svo á að í pörum eins og i ~ í, e ~ é og
a ~ á væri á ferð einn og sami bókstafurinn (lat. littera) sem hægt væri að
bera fram á tvo vegu, þ.e. sem stuttan eða langan.45 Ekki er óvænt að bók-
fært fólk á ofanverðri 13. öld hafi litið svo á að munurinn fælist fyrst og
fremst í lengd, enda fyrir því óslitin hefð allt frá tíma þegar munurinn
fólst (nánast) einvörðungu í lengd. Auk þess var vissulega enn munur á
lengd og engin sérstök þörf á flóknara heiti yfir það sem greindi á milli i
~ í, e ~ é, a ~ á o.s.frv. Orðaleikurinn hér að ofan hlýtur að grundvallast
á þessari hefð og styður þá tilgátu að á 13. öld hafi verið tekið að líta á ö
Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 107
45 Í annarri málfræðiritgerðinni, sem talin er samin á síðustu áratugum 13. aldar (Ra -
schellà 1982:130), stendur (Dahlerup og Finnur Jónsson 1886:64): „Hljóðstafir [þ.e. sér -
hljóðar, A.H.] hafa og tvenna grein, […] að þeir sé styttir eða dregnir; en ef skýrt skal rita,
þá skal draga yfir þann staf, er seint skal leiða, sem hér: á því ári, sem Ari var fæddur, ok,
ér ertuð hann; það er í mínu minni. Oftliga skipta orða leiðingar öllu máli, hvort inn sami
hljóðstafur er leiddur seint eða skjótt“ (texti Uppsalabókar með viðbót úr Worms bók (ská-
letrað); stafsetning er samræmd eftir nútímavenju).