Gríma - 01.09.1941, Qupperneq 27
UM SANDHOLTSFEÐGA
5
kaupmaður eftir föður sinn í Reykjavík, eins og síð-
ar verður sagt frá.
Áður var þess getið, að Egill Sandholt hefði verið
efnaður maður eftir veru sína í Grænlandi, enda var
hann þess megnugur að kaupa einn verzlunarstað
konungsverzlunarinnar, þegar þeir voru seldir. Það
var verzlunin í Keflavík, sem hann keypti og greiddi
kaupverðið í peningum út í hönd. — í Keflavík var
hann svo í nokkur ár, en fluttist síðan til Reykjavík-
ur og var þá orðinn heilsubilaður. Hann hafði, eins
og margir fleiri, sem til Grænlands fóru, ekki þolað
loftslagið þar og tekið þar brjóstveiki eða tæringu,
sem dró hann til dauða nokkrum árum síðar. —
Þeir voru miklir mátar, Benedikt Gröndal eldri ass-
essor og Egill Sandholt, enda ættaðir úr sama byggð-
arlagi. Gröndal mun hafa misst heilsuna um sama
leyti og Egill dó, og bendir til þessa vísa ein, sem
Gröndal orti, og er hún svona:
Gröndal undir gröf sig bjó,
gugnuðu tær og fingur,
árið sem hann Egill dó,
annar Mývetningur.
Óli Sandholt var fæddur í Reykjavík 8. nóvember
1790 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Það er
sagt, að það hafi verið hann, sem Aníka móðir hans
kar í poka á bakinu um götur höfuðstaðarins. —
í’egar Englendingar fóru fyrst að reka verzlun í
Heykjavík eftir aldamótin 1800 og aðallega árið 1809
og þar á eftir, komst Óli Sandholt, þá unglingur, í
þjónustu þeirra og reyndist svo vel hjá þeim, að
hann varð síðar verzlunarstjóri þeirra í Reykjavík
og Keflavík. —
Forstöðumaður ensku verzlunarinnar í Reykjavík