Gríma - 01.09.1941, Síða 37
ÚM SANDHLOTSFEÐGA Í5
tilsvar sagði Sigurður síðar, að sér hefði þótt verra
en verstu skammir.1) Sumarið eftir var Sigurður
enn staddur vestur í Ólafsvík og kom í búðina til
Sandholts og bað Sigurður eða einhver samferða-
manna hans um sykur, sem lítið var orðið til af, og
svo nærgöngull var hann við Árna um að fá sykur-
inn, að Árni varð ergilegur og sagði, að fjandinn
mætti eiga þann sykur, sem þar væri til, en Sigurð-
ur, sem var skáldmæltur, kvað þá:
Vist hefur drottinn vald á því
að veifa hefndarsverði;
Sandholts-búða álnum f
eldur og rotnan verði. —
Svo einkennilega vildi til, að verzlunarstaðurinn í
Ólafsvík brann til kaldra kola um haustið, og þá
fékk þjóðsaga þessi vængi. —
Fyrstu áratugina eftir það er verzlunin var gefin
frjáls 1786 og jafnvel allt fram yfir miðja 19. öld,
varð, mót von manna, lítil eða svo að segja engin
samkeppni um verzlunina hér á landi, svo að heita
mátti, að sama ófrelsi og höft héldust eftir sem áður.
Það eina, sem jók samkeppnina, var þegar lausa-
kaupmenn eða spekúlantar voru að koma á skipum
og selja varning sinn á höfnunum. — Þessir lausa-
kaupmenn voru fastakaupmönnunum engir aufúsu-
gestir. Þeir þóttust eiga forgangsrétt til viðskipt-
anna á staðnum og hafa til þeirra unnið, því að þeir
hefðu lagt fé sitt í hús, áhöld og vörubirgðir á staðn-
um, og svo lánað mönnum allan veturinn. Þeim þótti
því öll sanngirni mæla með því, að þeir fengju af-
Ú Sbr. Lbs. 1682 4to.