Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 40
18
UM SANDHOLTSFEÐGÁ
rún hið prýðilegasta uppeldi og varð fyrirmyndar
kona. Hún giftist svo Einari gullsmið Skúlasyni á
Tannstaðabakka í Miðfirði, og eru góðir og gáfaðir
menn af henni komnir og eru þeir því einu afkom-
endur Árna Sandholts hér á landi. —
Árni Sandholt varð ekki langlífur fremur en faðir
hans og afi. Hann varð aðeins 55 ára gamall. — Vor-
ið 1869 fór hann að venju til íslands, til þess að líta
eftir verzlununum, og kom til Ólafsvíkur. Þegar
hann hafði lokið störfum sínum í Ólafsvík, Búðum
og Stykkishólmi og var kominn til ísafjarðar, varð
hann veikur og lá þar þunga legu í fullar sjö vikur
og svo dó hann þar 3. september. — Einhver Vest-
firðingur, líklega séra Árni prófastur Böðvarsson á
ísafirði, segir m. a. í eftirmælum1) eftir Árna Sand-
holt, að hann hafi verið „einn af þeim merkismönn-
um vorrar fósturjarðar, er hún hlaut of snemma á
bak að sjá“. — Um haustið kom Bardenfleth tengda-
sonur Árna til ísafjarðar og sótti lík hans og flutti
með sér til Danmerkur, og þar var það jarðsett. —
Bjarni Sandholt var sex árum yngri en Árni bróð-
ir hans og var fæddur árið 1820. Hann var stúdent
úr Bessastaðaskóla, en gekk svo eins og Árni í þjón-
ustu mágs síns, Clausens í Ólafsvík, og gjörði síðan
verzlun að lífsstarfi sínu. Hann var um nokkur ár
við verzlunina í Ólafsvík, en svo fluttist hann einnig
til Kaupmannahafnar. Bjarni fór síðan á hverju vori
til íslands á skipi sínu, hlöðnu varningi, og verzlaði
á sumrin á ýmsum höfnum fyrir Norðurlandi, aðal-
lega á Húnaflóa, áður en föst verzlun kom á Borð-
eyri. —
i) Þjóðólfur XXII 12/13.