Gríma - 01.09.1941, Síða 44
22
UM SANDHOLTSFEÐGA
verzlunarmanni í Ólafsvík, sem Hyhling hét, en
dóttir þeirra var Ása, sem var gift Schytte, mikils-
metnum málaflutningsmanni í Kaupmannahöfn, en
þau voru foreldrar Fridu barónessu von Kaulbach,
sem enn er lifandi suður í Miinchen. Maður hennar
var frægur listmálari, barón von Kaulbach og þriðji
í röðinni forfeðra sinna, sem höfðu verið hirðmálar-
ar Hohenzollern-ættarinnar, og eru því flestar and-
litsmyndir þýzku keisaranna og Prússakonunga á
síðustu öld eftir þá feðga. Barónessan heitir Hólm-
fríður fullu nafni og ber nafn formóður sinnar,
Hólmfríðar dóttur Páls lögmanns Vidalins, konu
Bjarna á Þingeyrum, og hefur það nafn haldizt í
ættinni1. Frida Schytte, eins og barónessan kallaði
sig, var fræg fyrir yfirburða fiðluleik um alla Ev-
rópu, áður en hún giftist baron von Kaulbach, sem
var orðinn gamall maður, þegar þau áttust, en sonur
þeirra er núverandi „stamherra“ Kaulbachsættar-
innar, og dóttir þeirra er Ása, sem fyrir nokkrum ár-
um var hér tvisvar á ferð í fylgd með finnsku söng-
konunni Signe Liliequist.
Þriðja systirin var Sigríður, sem giftist Pétri Guð-
mundssyni verzlunarstjóra á ísafirði, bróður Sveins
á Búðum. — Pétur drukknaði ásamt tveim sonum
sínum uppkomnum í ísafjarðardjúpi 1863, og varð
þá Sigríður ekkja með fjórar dætur sínar í ómegð,
en ein þeirra var sú mikla ágætiskona Sigríður, sem
átti Hagbard Thejll kaupmann í Stykkishólmi, en
þau voru foreldrar Sigríðar móður dr. Helga Tómas-
sonar.
Yngst Sandholtssystra var Ingibjörg, sem átti Sig-
fús sýslumann Skúlason, sem kallaði sig Schulesen.
Árið 1860 ferðaðist Sveinn Skúlason ritstjóri Norðra