Gríma - 01.09.1941, Qupperneq 50
28 FRÁ KRISTJÁNI FÓTALAUSA
til að hlífa hnjánum, er hann skreið, — og varna
kulda.
Kristján þótti styggur í skapi við fullorðið fólk, ef
gert var á hluta hans með ertni eða áleitni einhvers
konar, sem lítið mun hafa átt sér stað, því að hús-
bændur bönnuðu slíkt; enda var það bæði: að menn
aumkuðu Kristján, enda þótti hann ekki árennileg-
ur, ef honum mislíkaði eða reiddist.
d. Frá Kristjáni og Þorgrfmi Laxdal.
Eitt sinn var Kristján á Stóruvöllum hjá Jóni
bónda Benediktssyni. Var þar þá til heimilis Þor-
grímur Laxdal, sonur Gríms Laxdals bóksala á Ak-
ureyri. Var hann hrekkjóttur og ófyrirleitinn. Var
það þá eitt sinn, er Kristján gekk örna sinna úti við,
að Þorgrímur réðist að honum og ætlaði að fella
hann aftur á bak. En Kristján náði með stúfum sín-
um til Þorgríms, og var hann þá sem læstur í skrúf-
stykki. Kom Kristján Þorgrími undir sig og þjarm-
aði svo að honum, að ekki glettist hann framar til
við Kristján.
e. Trú og skoðanir Kristjáns.
Trúmaður var Kristján á sinn hátt. Bæði heyrðu
menn hann stundum biðja fyrir sér, og einnig lét
hann stundum í ljós, að örkuml sín og mótlæti væri
refsing frá Guði fyrir illsku sína og ósvífni á yngri
árum.
Eitt sinn, er Kristján dvaldist á Stóruvöllum, var
þar tilrætt um lögun jarðarinnar. Sögðu piltar Krist-
jáni, að hún væri hnöttótt og að menn og dýr byggju
bæði ofan á henni og neðan á. Kristján tók slíku fá-
lega og ekki þykkjulaust. Hugði hann verið að