Gríma - 01.09.1941, Síða 60

Gríma - 01.09.1941, Síða 60
38 RAGNHEIÐUR ÞORKELSDÓTTIR VERÐUR ÚTI för sína með slíkri byrði. Ekki vildi Ragnheiður þiggja þetta boð, og segir Björn þá, að því verði hún þó að lofa sér að snúa við, ef veður versni, því að erfitt sé að rata rétt á Hólssel í dimmviðri. Þessu lofaði Ragnheiður; kvöddust þau að svo mæltu og fór hvort sína leið. Tók veður að ókyrrast, er á leið daginn, og um miðaftan var komin dynjandi hríð með frosti og fjúki; stóð hún í þrjá sólarhringa og var hin grimmasta. Eftir hríðina kom Björn í Hóls- sel og spurði um Ragnheiði. Var hún þá ókomin, svo að leit var þegar hafin, og fannst hún bráðlega hel- frosin á berangri. Átti hún ekki eftir nema aðeins stundargöngu að Hólsseli og var á réttri leið. Svo var að sjá sem hún hefði lifað af hríðina; hafði hún flett klæðum af brjósti sér, auðsjáanlega til þess að flýta fyrir dauðanum, og lágu Péturs-hugvekjur á beru brjósti hennar. — Um þessar mundir dreymdi frændkonu Ragnheiðar á Akureyri, að hún kæmi til hennar; þóttist hún ávíta Ragnheiði fyrir það, að hún hlýddi engum viðvörunum, er hún lagði á sand- inn, en Ragnheiður svaraði henni með vísu þessari: Ei þótt myndi eg orðin hans á lífstindi vega, frið og yndi frelsarans fékk eg skyndilega. Nokkrum dögum eftir það er Ragnheiður fannst, bar svo við, að stúlka um tvítugt, Herborg, dóttir Jóns bónda Árnasonar á Víðirhóli, gat eigi sofnað eitt kvöld, sem hún þó átti ekki vanda til, og vakti lengi í rúmi sínu, þegar allir aðrir voru lagztir út af og sofnaðir. Skömmu fyrir miðnætti heyrði hún, að farið var að hringja kirkjuklukkunum, og samtímis hringingunni heyrði hún sálmasöng. Hún leit út um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.