Gríma - 01.09.1941, Síða 70

Gríma - 01.09.1941, Síða 70
48 FRÁ ÁBÆJARSKOTTU mátti hann hræra legg né lið í rúminu. Albjart var í húsinu af tunglsljósi, og leið svo nokkur stund. Allt í einu sá Páll, að hurðin opnaðist og stelpa kom inn á gólfið; gekk hún rakleitt að rúmi Gunnlaugs og settist á stokkinn fyrir framan hann. Ekki rumskaði Gunnlaugur við þetta, og heyrði Páll, að hann stein- svaf. Að örlítilli stundu liðinni opnaðist hurðin aft- ur, og önnur stelpa kom inn á gólfið. Var hún mjög ótætisleg, á vöxt við tíu eða tólf ára stúlku, í stuttu pilsi, með skotthúfu á höfði, og stóð skottið upp. Hún gekk líka að rúmi Gunnlaugs og gerði sig lík- lega til að fleygja sér upp í það, en þá stóð hin stelp- an á fætur og varnaði henni þess; urðu þegar hnipp- ingar með þeim og síðan grimmustu áflog. Þóttist Páll vita, að sú stelpan, sem fyrr kom, væri fylgja Gunnlaugs, en hin væri Ábæjarskotta, sem þar hafði lengi viðloða verið; en ekki mátti hann sig hræra fyri'r magnleysis sakir, þótt hann reyndi. í áflogun- um veitti Ábæjarskottu miklu betur; hrakti hún hina stelpuna til og frá og reif stórar flygsur úr hári hennar; um síðir sleit stelpa Gunnlaugs sig af henni og leitaði dyra, og þóttist Páll heyra hana segja til Gunnlaugs, um leið og hún skauzt út: „Eg bíð þín I Merkigilinu“. En þegar Skotta var orðin ein um hit- una, fleygði hún sér ofan á Gunnlaug í rúminu. Þá varð Páll allt í einu glaðvakandi og gat hreyft sig. Sá hann, að Gunnlaugur brauzt um í rúminu og korraði í honum. Stökk þá Páll á fætur og vakti hann, en Skotta sneyptist út. Spurði Páll Gunnlaug, því hann léti svona, en hann svaraði, að sér hefði fundizt stelpa með skotthúfu á höfði koma ofan á sig í rúminu og taka fyrir kverkar sér. Ekki sagði Páll frá því, er fyrir hann hafði borið, en gat þess þó, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.