Gríma - 01.09.1941, Qupperneq 70
48
FRÁ ÁBÆJARSKOTTU
mátti hann hræra legg né lið í rúminu. Albjart var
í húsinu af tunglsljósi, og leið svo nokkur stund. Allt
í einu sá Páll, að hurðin opnaðist og stelpa kom inn
á gólfið; gekk hún rakleitt að rúmi Gunnlaugs og
settist á stokkinn fyrir framan hann. Ekki rumskaði
Gunnlaugur við þetta, og heyrði Páll, að hann stein-
svaf. Að örlítilli stundu liðinni opnaðist hurðin aft-
ur, og önnur stelpa kom inn á gólfið. Var hún mjög
ótætisleg, á vöxt við tíu eða tólf ára stúlku, í stuttu
pilsi, með skotthúfu á höfði, og stóð skottið upp.
Hún gekk líka að rúmi Gunnlaugs og gerði sig lík-
lega til að fleygja sér upp í það, en þá stóð hin stelp-
an á fætur og varnaði henni þess; urðu þegar hnipp-
ingar með þeim og síðan grimmustu áflog. Þóttist
Páll vita, að sú stelpan, sem fyrr kom, væri fylgja
Gunnlaugs, en hin væri Ábæjarskotta, sem þar hafði
lengi viðloða verið; en ekki mátti hann sig hræra
fyri'r magnleysis sakir, þótt hann reyndi. í áflogun-
um veitti Ábæjarskottu miklu betur; hrakti hún
hina stelpuna til og frá og reif stórar flygsur úr hári
hennar; um síðir sleit stelpa Gunnlaugs sig af henni
og leitaði dyra, og þóttist Páll heyra hana segja til
Gunnlaugs, um leið og hún skauzt út: „Eg bíð þín I
Merkigilinu“. En þegar Skotta var orðin ein um hit-
una, fleygði hún sér ofan á Gunnlaug í rúminu. Þá
varð Páll allt í einu glaðvakandi og gat hreyft sig.
Sá hann, að Gunnlaugur brauzt um í rúminu og
korraði í honum. Stökk þá Páll á fætur og vakti
hann, en Skotta sneyptist út. Spurði Páll Gunnlaug,
því hann léti svona, en hann svaraði, að sér hefði
fundizt stelpa með skotthúfu á höfði koma ofan á sig
í rúminu og taka fyrir kverkar sér. Ekki sagði Páll
frá því, er fyrir hann hafði borið, en gat þess þó, að