Gríma - 01.09.1941, Page 84
62 HULDUFÓLKSSÖGUR
unnar. Sagði Björg henni sögu þessa eftir Grími, og
taldi hún hann vandaðan og sannorðan mann.
Þegar Grímur var barn, um eða innan við tíu ára
aldur, var hann með foreldrum sínum á bæ nokkr- |
um, þar sem var götubaðstofa, eins og þá tíðkaðist
víða. Ut frá miðri hlið baðstofunnar var afþiljað
stofuhús, er notað var handa gestum og oftast lokað.
Gangur var upp úr götunni, gegnum hápallinn milli
rúmgafla, inn í stofu þessa. Sú var venja þar á bæ,
eins og annarsstaðar, að fólk tók sér rökkursvefn á
vetrum. Grímur svaf til fóta gamallar konu í rekkju,
er lá að stofuganginum, og var hola hans við þann
gaflinn, sem að ganginum vissi. Börnum gekk oft
erfiðlega að festa blund á þessum rökkurstundum.
og svo var um Grím. Þótt hann yrði' að hýrast þarna
við svæfil sinn, til þess að hafa hægt um sig, þá
vakti hann venjulega og laut þá oft fram á gaflinn. \
— Það var einhverju sinni á öndverðum vetri, þegar
allt hitt fólkið í baðstofunni var sofnað, að Grímur
heyrði umgang og sá ljós inni í stofunni; var þar
fólk á ferli, en stúlka nokkur kom að framan með
ýmsar vistir og gekk um beina í stofunni. Um leið
og stúlka þessi gekk inn hjá Grími, stakk hún upp
í hann mola af einhverju, sem honum fannst sætt og
bragðgott, og þá sofnaði hann rétt á eftir. Þessu fór
fram fleiri kvöld; varð drengurinn ekkert hræddur
við það, heldur fór að verða vel til stúlkunnar, sem
alltaf hafði þessa sömu reglu, og ávallt sofnaði hann,
þegar hann hafði neytt molans, sem stúlkan stakk
upp í hann. Ekki sagði hann neinum frá þessu; þótt-
ist hann vita, að fólki þessu kæmi það bezt, að hann
léti ekki á neinu bera, en hann fór að langa mjög
til að komast í nánari1 kynni við það. Eitt kvöld á-
J