Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 97
HAFMANNASÖGUR
75
kvöldum, einkum á haustin, enda hefur aldrei síðan
orðið vart við marmann þenna.
b. Hafmaðurinn í Álftafirði.
[Handrit Gunnars Gunnarssonar frá Ljótsstöðum í Vopnafirði
1907. Eftir gömlum munnmælum].
Á einum af bæjum þeim í Álftafirði eystra, er að
sjó liggja, bjó endur fyrir löngu bóndi nokkur rík-
ur, er Sigurður hét. Hann átti marga sauði og lét
þá ganga í fjöru á vetrum. Stóðu sauðahúsin ör-
skammt frá sjónum, en brattur bakki var niður í
fjöruna. — Svo bar við einn vetur á útmánuðum, að
sauðamaður Sigurðar hvarf, og spurðist eigi til hans.
Tók þá bóndi sjálfur við sauðagæzlunni, það sem
eftir var vetrar, en veturinn eftir fékk hann mann
til að gæta sauðanna. Bar ekki til tíðinda fram á
þorra, en þá var það eitt kvöld, að sauðamaður kom
ekki heim, og þótti mönnum það kynlegt. Var hans
leitað árangurslaust daginn eftir, og varð bóndi þá
að taka við sauðagæzlunni að nýju. Þriðja veturinn
gat hann engan mann fengið til að gæta sauðanna
og varð því að gera það sjálfur. Smíðaði hann sér
flein mikinn, tvíeggjaðan og hárbeittan, skefti hann
með gildu, þriggja álna löngu skafti og hafði hann
með sér jafnan, er hann fór til sauðanna.
Leið svo fram yfir þorra, að Sigurður varð einskis
var, en þá var það eitt kvöld, er hann bjóst til að
hýsa sauðina, að hann sá sjóinn ókyrrast í fjöruborð-
inu og skepnu nokkra brölta á land; virtist honum
það vera maður mikill og ófrýnilegur. Gekk hann að
stórum þarabing, greip upp þöngul og sveiflaði hon-
um í kringum sig, svo að sauðirnir hrukku frá. Síð-