Bændablaðið - 09.06.2016, Side 31

Bændablaðið - 09.06.2016, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Fyrir fjórhjólin Kassar, töskur, hjálmar og fleira Farangurskassi aftan Kr. 75.000,- m. vsk Kr. 59.900,- m. vsk Kassi framan Kr. 38.083,- m. vsk Byssutaska fóðruð Kr. 9.869,- m. vsk Brettistaska Kr. 14.269,- m. vsk Áhaldafesting par Kr. 25.540,- m vsk. Hjálmur Kr. 78.393,- m. vsk Álkassi Kr. 78.632,- m. vsk Kassi aftan m/hlera Kr. 27.015,- m. vsk Plastkassi aftan Kr. 39.900,- m. vsk Skyggni fyrirtækjafánar hátíðarfánar þjóðfána borðfána bannerar Uppl. í síma 893-8424 / set@velafl .is og á 694-3700 / gk@velafl .is Eigum til nýja Dieci lyftara á lager með 2,5 – 4 tonna lyftigetu, bæði til sölu og leigu Tíu ræktunar- bú taka þátt Ræktunarbússýningar eru fastur liður á Landsmótum. Í ár verða tíu bú með sýningu á Landsmóti hestamanna á Hólum. Færri komust að en vildu því alls 19 umsóknir bárust landsmótshöldur- um. Dregið var um plássin tíu en tvö önnur bú eru til vara. Ræktunarbúin tíu eru: • Gunnarsstaðir • Hafsteinsstaðir • Leirubakki • Vatnsleysa • Íbishóll • Ytra Vallholt • Efri-Rauðalækur • Varmilækur • Kjarnholt I • Berg Tvö varabú: • Stóra-Vatnsskarð • Fet Hestavísur í aðdraganda Landsmóts Í ljósi þess að Landsmót hestamanna hefst síðar í mánuðinum er ekki úr vegi að læra nokkrar viðeigandi vísur. Fólk gerir sér margt til skemmtunar á hestamannamótum og algengt er að orðhagt og orðheppið fólk skelli fram vísu. Hér á eftir fylgja nokkur dæmi um slík ljóð. Kveðskapur eftir þjóðkunn skáld og óþekkta höfunda. Jarpur skeiðar fljótur, frár, fimur reiða-ljónið, snarpur leiðar gjótur, gjár; glymur breiða frónið. /Eggert Ólafson Rannveig fór í réttirnar ríðandi á honum Sokka. Yfir holt og hæðirnar hún lét klárinn brokka. /Ókunnur höfundur Fljót er nóttin dag að deyfa, dimman færist yfir geim. Undir Blesa skröltir skeifa; skyldi hún ekki tolla heim? /Sigurður Óskarsson Þó að ég sé örg og aum, inni byrgi tárin. Lifnar bros, við lófa og taum leika finn ég klárinn. /Ólöf G. Sveinbjarnardóttir Aldrei sofna ég sætan blund svo mig ekki dreymi að litli Rauður litla stund lifi í þessum heimi. /Páll Ólafsson Heitir Nasi hestur minn, hann er gasafljótur, aldrei hrasar auminginn eða slasast fótur. /Jóhannes Sturlaugsson Upp hljóp ei Grátoppi enn þótt melar brenni, elding líkur frjó foldar fremri góðhestum lemur, freyðir og öskrar óður, er mél tálma gera; augnblik ef taum slakar, ei prófast skil hófa. /Eggert Ólafsson Litla Jörp með lipran fót labbar götu þvera. Hún mun seinna á mannamót mig í söðli bera. /Helga Þórarinsdóttir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.