Bændablaðið - 09.06.2016, Page 32

Bændablaðið - 09.06.2016, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Brandarar, sem er hópur afkom- enda Mýrdælingsins Brands Stefánssonar, fóru í ferð um Mýrdalinn föstudaginn 20. maí. Tilefnið var að Brandur, oft nefnd- ur Vatna-Brandur, hefði orðið 110 ára þann dag. „Brandur var mikill frumkvöð- ull og var sá fyrsti í Mýrdal til að kaupa sér bíl árið 1927. Vegir voru þá engir og kom því bíllinn með skipinu Skaftfellingi til Víkur,“ segir Guðjón Þorsteinn Guðmundsson, aðspurður um ástæðu ferðarinnar en hann var einn af skipuleggjendum hennar. Brandur var brautryðjandi í samgöngusögu Mýrdælinga því hann hóf áætlun- arferðir fyrstur manna mill i Reykjavíkur og Víkur. „Ferðin okkar 20. maí var ekki hefðbundin því við reyndum að keyra Mýrdalinn eins og Brandur hefði gert það á fyrstu árun- um sínum og farið á vaði yfir þær ár sem ekki voru brúaðar á þessum tíma. Við vorum vel bílandi miðað við þann bílakost sem Brandur hafði á sínum tíma en þrátt fyrir það tók okkur um 4 klukkustundir með góðum stoppum að keyra Mýrdalinn frá Jökulsá á Sólheimasandi að Hafursey. Með þessu framtaki viljum við halda sögu Vatna-Brands á lofti og vonumst til þess að hans verði minnst í komandi framtíð,“ bætir Guðjón Þorsteinn við. /MHH Brandarar minntust Vatnabrands með ferð um Mýrdalinn - -Sigurðsson, sem er systursonur - -

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.