Bændablaðið - 09.06.2016, Side 36

Bændablaðið - 09.06.2016, Side 36
36 Formenn Gullhyls og Skagfirðings: Tökum fagnandi á móti öllum með sól í hjarta „Ég tel að við höfum sýnt það, Skagfirðingar, að með miklum samtakamætti er allt hægt. Við hlökkum til að taka á móti gestum á þetta glæsilega landsmótssvæði, tökum fagnandi á móti öllum með sól í hjarta,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður stjórn- ar Gullhyls, félags í eigu hesta- mannafélagsins Skagfirðings sem sér um rekstur og umsýslu Landsmóts hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í lok júní. Hestamannafélögin þrjú sem áður voru í Skagafirði; Stígandi, Léttfeti og Svaði, voru sameinuð í eitt fyrr á þessu ári, en í sam- einingu áttu þau félagið Gullhyl sem áður fyrr sá um rekstur Landsmóta á Vindheimamelum. Formaður Skagfirðings er Skapti Steinbjörnsson. Stutt, snarpt en gott undirbúningsferli Þau Jónína og Skapti segja að allar framkvæmdir á landsmótssvæðinu á Hólum hafi gengið vel og verið á áætlun. „Þetta var stutt en snarpt ferli, undirbúningur gekk vel og verkið allt unnið á mettíma, við unnum þetta með góðu fólki hratt og örugglega,“ segja þau, en fram- kvæmdir vegna Landsmóts hófust í kringum 10. ágúst í fyrra. Jónína og Skapti eru sammála um að vel hafi verið til fundið að flytja Landsmót að Hólum, en þar komu hestamenn síðast saman á Landsmóti fyrir 50 árum, árið 1966. „Vissulega var tíminn til undirbún- ings ekki langur, en það var mikill einhugur í Skagfirðingum og mikill vilji til að gera mótið sem best úr garði. Hér hefur vel verið staðið að öllum málum og mótið verður hið glæsilegasta,“ segir Skapti. Gæfuspor að færa Landsmót að Hólum Jónína segir að æ ríkari kröfur séu gerðar til landsmótssvæða, þau þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði m.a. varðandi byggingar og margt fleira. Því hafi vart annað komið til greina en halda mótið á Hólum þar sem uppbygging mun nýtast til framtíðar. Nemar í hestafræðum við Háskólann á Hólum munu njóta góðs af, en á vegum skólans sé nánast eitt- hvað um að vera árið um kring. Nú á næstu dögum fara til að mynda fram inntökupróf vegna náms á næsta skólaári og þá verða námskeið og annað fræðslustarf í gangi fram á sumar. Skólinn nýtir svo svæðið frá því síðsumars og fram eftir vori. „Þetta glæsilega mótssvæði mun því svo sannarlega verða í mikilli notkun, hingað kemur fólk til náms frá landinu öllu, auk þess sem fjöldi útlendinga sækir það einnig. Þetta eflir starf skólans og hestamennsku í Skagafirði líka,“ segja þau Jónína og Skapti. Höfðu ekki allir trú á að þetta tækist „Þetta hefur verið mikið átak, en gengið snurðulaust fyrir sig. Þátttaka og velvilji sveitarfélagsins Skagafjarðar skiptir þar öllu máli, en stjórnendur og starfsmenn hafa staðið þétt við bakið á okkur allan framkvæmdatímann og stutt með ráðum og dáð. Það gerði kleift að ráðast í svo viðamikla uppbyggingu á skömm- um tíma,“ segja þau. Þá megi ekki gleyma því að framkvæmdastjóri Landsmótsins, Áskell Heiðar Ásgeirsson, hafi lyft grettistaki á þessum stutta framkvæmdatíma. Léttir að sjá fyrir endann á verkefninu Vissulega fylgir því mikill léttir að nú sjái fyrir endann á verkefninu, framkvæmdir á lokastigi og mikil tilhlökkun ríkjandi vegna mótsins. „Það höfðu ekki allir trú á að þetta tækist, en við höfum sannað að með sameiginlegu átaki, þar sem allir leggjast á árar, er hægt að áorka miklu á stuttum tíma.“ /MÞÞ LAGA RÚLLUPLAST Rúlluplast VISQUEEN Rúlluplast 75 cm x 1500 m Hvítt / Ljósgrænt / S vart 10.450,- 10.775,- VISQUEEN Rúlluplast 75 cm x 1500 m Hvítt (án umbúða) 10.400,- 10.722,- VISQUEEN Rúlluplast 50 cm x 1800 m Hvítt / Ljósgrænt 8.900,- 9.176,- Staðgreiðsluverð án vsk Greiðslufrestur*) Tveir gjalddagar Verð án vsk Net og bindigarn P M Bl Rúlliippo agic ue 2000 unet 1,23 m x 2.000 m 12.900,- 13.300,- Piippo Magic Blue Rúllunet 1,23 m x 3.090 m 22.100,- 22.785,- Piippo Magic Blue Rúllunet 1,30 m x 3.090 m 22.700,- 23.404,- Piippo HYBRID r úllunet 1,23 m x 4.000 m 28.300,- 29.177,- Piippo Stórbaggagarn 130 m/kg (9 kg hnota) 3 6. 60- 3 7. 73,- Piippo Stórbaggagarn 145 m/kg (9 kg hn to a) 3.660,- 3.773,- Piippo Baggagarn 400 m/kg (5 kg hnota) 2.030,- 2 0. 93,- Piippo Rúllugarn 1000 m /kg (5 k g h nota) 2.140,- 2.206,- Staðgreiðsluverð án vsk Greiðslufrestur *) Tveir gjalddagar Verð án vsk Allt v erð er it lgreint án virðisaukaskatts, 24,0% Afhendum frítt á afgreiðslur Samskipa-Landflutninga um la dn allt. *) Gjaldfrestur - 2 gjalddagar: 50% greiðist 1 5. júlí 2 016 og 50% greiðist 15. september 2016 ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Jónína Stefánsdóttir, formaður Gullhyls, og Skapti Steinbjörnsson, formaður Mynd / MÞÞ Fjölbreytt þjónusta á Hólum Gestir Landsmóts þurfa ekki að leita nauðsynlega þjónustu. Á Hólastað er lítil verslun, sundlaug og veitinga- staður auk spennandi staða til að skoða á borð við Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Sögusetur íslenska hestsins og Bjórsetur Íslands. • Sögusetrið er opið frá 10.00 til 18.00 alla daga vikunnar. • Hóladómkirkja og Auðunarstofa eru opin alla daga frá kl. 10–18 og Nýibær er opinn allan sólarhringinn. • Sundlaugin er opin frá kl 7.00 til 23.00 landsmótsvikuna. • Veitingastaðurinn Undir byrð unni er opinn til miðnættis alla daga Landsmótsins. Þar er hægt að fá morgunmat frá kl 7.00–10.00 og há- degisverðarhlaðborð frá kl 11.30 til 14.00 alla daga og smáréttahlaðborð á kvöldin frá kl. 18.00. Undir byrð- hráefni. • Í móttöku Ferðaþjónustunnar, sem er opin frá 10.00 til 22.00, er hægt að bóka sig í ferðir um Skagafjörð og fá upplýsingar um svæðið. Þar verður einnig verslun þar sem er hægt að kaupa það nauðsynlegasta. Íslenska Hestatorgið er sam- starfsverkefni hagsmunafélaga og stofnana í hrossarækt og reið- mennsku á Íslandi. Hestatorgið á að kynna heildarmynd íslenska hestsins og fagmennskuna sem við stöndum fyrir. Undirliggjandi er sá tilgangur að breiða út Íslandshestamennskuna í sinni víð- ustu mynd, öllum til hagsbóta. Eitt af meginhlutverkum Hestatorgsins er að auka nýliðun og útbreiðslu á íslenska hestinum með góðum upplýsingum og kynningum. Fjölbreytni í ræktunarstarfi Félag hrossabænda kynnir uppruna- landið og ræktunarstarfið (alþjóð- legur gagnagrunnur og staðlað sýn- ingarfyrirkomulag kynbótadóma) – hestafólk getur ræktað íslensk hross og verið sýnilegt um allan heim og fengið mat á sína ræktun – Worldfengur/kynbótadómar. Allir mega rækta íslenska hesta og það er auðvelt að vera með því upplýs- ingarnar eru aðgengilegar sem og ræktunargripir. Kynning á félagsstarfinu Landssamband hestamannafé- stóran hluta hestamanna innan sinna vébanda – keppnisgreinar og ung- er hér mikilvæg. Íslandshestafélög í mörgum löndum með fjölda félaga, gæðingakeppnin og heimsleikar íslenska hestsins. Fagmennska í tamningum Félag tamningamanna kynnir fag- fram á að það sé hægt að fá reiðkenn- ara og/eða þjálfara/tamningamann um allan heim sem eru innan þeirra raða og vottaðir af þeim. Menntun í hrossarækt Hólaskóli og Landbúnaðarháskólinn sem heild og þá sem að því koma - linn á Hólum menntar reiðkennara með BSC-gráðu í reiðkennslu og reiðmennsku. Skólinn menntar fólk fyrir allan Íslandshestaheiminn enda eru 30% nemenda erlendir. Knapa- merkin eru námsefnið sem kynnir hestinn, notkun hans og hvernig á að fara með hann og er námsefnið aðgengilegt öllum. Sagan er mikilvæg Sögusetrið á Hólum kynnir upp runann og kemur með sögutenginguna. Íslenska Hestatorgið á Landsmóti

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.