Bændablaðið - 09.06.2016, Page 44

Bændablaðið - 09.06.2016, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Hetjur grasafræðinnar: Vavilov og aðstoðarmennirnir sem sultu í hel Nikolay Vavilov og aðstoðarmenn hans eru líklega einu píslar- vottarnir í sögu ræktunar- og grasafræðinnar. Vavilov var Rússi sem ferðaðist víða um heim og safnaði fræi, rótum og aldinum af mismunandi yrkjum nytja- plantna. Afrakstrinum var komið fyrir í fræbanka í St. Pétursborg og geymt það. Í tuttugu og átta mánaða umsátri Þjóðverja um Pétursborg múruðu starfsmenn fræsafnsins sig inni í hvelfingu þar sem þeir höfðu komið safninu fyrir til að verja það fyrir hungruðum íbúum Pétursborgar og hugsanlega þýska umsátursliðinu. Hitler hafði ekki síður áhuga á möguleikunum á matvælarækt í Austur-Evrópu og Úkraínu en listaverkunum í keisarahöllinni og gullforða Rússa. Þegar hvelfingin var opnuð að umsátrinu loknu kom í ljós að nokkrir aðstoðarmenn Vavilov höfðu svelt sig í hel í stað þess að leggja sér fræin til munns. Fræsafnið er í dag eitt af undir- stöðu fræsöfnum í heimi og að hluta grunnurinn að kynbótum sem mat- vælaframleiðsla í Rússlandi treystir á. Örlög Vavilovs voru engu betri en aðstoðarmannanna því hann féll í ónáð hjá Stalín og veslaðist upp af hungri í fangabúðum Gúlagsins. Heillaðist af nytjaplöntum Foreldrar Vavilov voru kaupmenn sem samkvæmt sögunni unnu sig upp úr sárri fátækt og komu honum og bróður hans til mennta. Nikolay Ivanovich Vavilov fæddist í Moskvu 25. nóvember árið 1887. Vegna fátæktarinnar og mat- arskortsins sem Vavilov ólst upp við og sá allt í kringum sig fékk hann ungur áhuga á matvælafram- leiðslu og ræktun nytjaplantna. Hann útskrifaðist frá landbúnað- arháskóla í Moskvu árið 1910 og fjallaði lokaritgerð hans um snigla sem meindýr í landbúnaði. Eftir útskrift fékk hann starf við hagnýta grasafræði hjá stofnun sem hafði umsjón með rannsóknum á plöntusjúkdómum og meindýrum í ræktun. Á vegum þeirrar stofn- unar ferðaðist hann meðal annars um Evrópu til að kynna sér nýjustu aðferðir í vörnum gegn sveppasjúk- dómum. Á þeim ferðum kynntist hann ört vaxandi fræðigrein, plöntu- erfðafræði, sem hann átti eftir að helga líf sitt. Árið 1920 vingaðist Vavilov við ungan mann frá Úkraínu sem nam við landbúnaðarháskólann í Moskvu, bauð honum á fjölda vísindafyrirlestra og hvatti hann til dáða. Sá hét Tromfin Lysenko og átti síðar eftir að verða mikill örlagavaldur í lífi Vavilov. Valivov hlaut Lenín-orðuna, eins konar fálkaorðu, árið 1926 fyrir starf sitt í þágu sovésks land- búnaðar. Rannsóknir á ryðstöngulsveppum Vavilov var framkvæmdastjóri Lenín, allra stétta, landbúnaðar- akademíunnar í Leníngrad, seinna Pétursborgar, á árunum 1930 til 1940. Undir hans stjórn lagði stofn- unin meðal annars áherslu á rann- sóknir á skaðsemi ryðstöngulsvepps á korngresi. Hann gerði hosur stofnunarinn- ar grænar fyrir kanadíska sveppa- fræðingnum Margréti Newton og reyndi ítrekað að ráða hana til starfa. Newton var á sínum tíma heimsfræg í heimi plöntusjúkdóma- fræðinga fyrir rannsóknir sínar á ryðstöngulsveppum og varnir gegn sýkingum af þeirra völdum. Vavilov bauð henni há laun og ýmiss konar hlunnindi eins og sitt eigið kamel- dýr til afnota á rannsóknarferðum. Newton afþakkaði boðið en kenndi við stofnunina í þrjá mánuði ári 1933. Uppruni nytjajurta Á þeim árum sem Vavilov starf- aði við Lenín, allra stétta, land- búnaðarakademíunnar vann hann að þróun kenningar um uppruna nytjajurta. Kenningar sem hann er þekktur sem höfundurinn af í dag. Kenningin gengur út frá því að eftirsóttir eiginleikar nytjaplantna eigi sér upphaf og hafi þróast á ákveðnu landsvæði. Eiginleikarnir sem um er að ræða eru samkvæmt kenningu Vavilov annaðhvort sjálfsprottnir eða framræktaðir af mönnum. Hann fór í 115 rannsóknaleið- angra og ferðaðist til 64 landa. Afganistan, Íran, Taívan, Kóreu, Eþíópíu, Spánar, landa í Suður-, Mið-Ameríku og Bandaríkjanna sem dæmi. Rannsóknaraðferð hans þótti óvenjuleg að því leyti að hann leitaði ráða hjá heimafólki og talaði við bændur og tók mark á því sem þeir sögðu og skráði það hjá sér. Niðurstaða hans var sú að kjarna- svæði í þróun helstu nytjaplantna heims væru tólf. Svæðin sem um ræðir er að finna í Kína, Indónesíu og Malasíu, Mið-Asíu, Persíu, við Miðjarðarhafið, á Indlandi og á ákveðnum svæðum í Mið- og Suður-Ameríku. Þau svæði flokk- ar hann í hluta, Síle, Brasilíu og Mexíkó. Samkvæmt Vavilov gerir vit- neskja um uppruna nytjaplantanna mönnum kleift að leita uppi villta ættingja þeirra og nota þá til kyn- bóta finnist í þeim eiginleikar sem eru til bóta eins og til dæmis þol gegn sjúkdómum. Vavilov er því á sinn hátt upp- hafsmaður þess að mikilvægt sé að varðveita náttúrulegan fjöl- breytileika og erfðabreytileika villtra- og nytjaplantna. Fræsafnið Á ferðum sínum safnaði Vavilov hátt í 220 þúsund fræjum, rótum og aldinum sem hann sendi eða hafði með sér til Pétursborgar og eru í dag grunnurinn að fræsafni Vavilov- stofnunarinnar. Safnið var á sínum tíma stærsta og fjölbreyttasta fræ- safn í heimi með um 370 þúsund skráð eintök í geymslu. Afstoðarmenn Vavilov í Péturs- borg tóku á móti sendingunum, flokkuðu fræin, aldinin og ræturnar í umbúðir, merktu og komu fyrir í geymslu í kjallara Lenín, allra stétta, landbúnaðarakademíunnar, sem í dag kallast Vavilov-stofnunin. Í rúmlega tveggja ára umsátri Þjóðverja um Pétursborg stóðu aðstoðarmenn vörð um safnið og hleyptu engum að því. Meðan á mestu hungursneyðinni stóð borð- aði fólk allt sem að kjafti kom, það skóf börkinn af trjánum í borginni og sauð mosavaxna steina til að búa til súpu. Síðar, þegar hungrið var orðið óbærilegt, át það rottur og skordýr og dæmi eru um mannát frá þessum tíma. Aðstoðarmenn Vavilov gripu til þess ráðs að múra safnið inni í leynihvelfingu. Í lok umsátursins, vorið 1945, kom í ljós að nokkrir þeirra höfðu múrað sig inni með fræjunum, rótunum og aldinunum og soltið í hel í stað þess að borða fræin. Alls létust níu aðstoðarmenn Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Rússneski plöntuerfðafræðingurinn Nikolay Ivanovich Vavilov. eða úti á mörkinni. Sýnishorn af mismunandi byggi í vörslu Vavilov-stofnunarinnar. Hirslur undir fræ af rúgi úr safni Vavilov. Upprunastaðir helstu nytjaplantna heims að mati Vavilov. Fangamynd af Vavilov.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.