Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016
Framleiðsla á Allis-Charmers
dráttarvélum hófst 1913. Til að
byrja með var framleiðslan lítil
en á fjórða áratug síðustu aldar
voru vélarnar í hópi tíu mest
seldu traktora í Bandaríkjunum
og stóðu öðrum dráttarvélum
fyllilega jafnfætis.
Traktorarnir frá Allis-
Charmers þóttu frá upphafi vand-
aðir og framleiðandinn var fljótur
að tileinka sér nýjungar í tækni og
uppfæra vélarnar í samræmi við
þær. Vélarnar uxu smám saman
í áliti og vinsældir þeirra jukust
hægt og bítandi.
Fall og upprisa
Upphaf fyrirtækisins, sem síðar
fékk heitið Allis-Charmers, má
rekja til ársins 1860 þegar Edward
P. Allis yfirtók gjaldþrota fyrir-
tæki sem framleiddi búnað til
að mala hveiti í Wisconsin-ríki
í Bandaríkjunum. Allis beið ekki
boðanna og breytti framleiðsl-
unni þannig að auk mölunarvéla
framleiddi fyrirtækið gufuvélar
og búnað fyrir sögunarmyllur.
Fyrirtækið varð aftur gjaldþrota
í kreppunni 1873 en herra Allis
reis aftur eins og fuglinn Fönix
og stofnaði annað vélafram-
leiðslufyrirtæki ári seinna. Hann
lést 1889. Synir hans tóku við
rekstrinum og undir þeirra stjórn
óx velgengni þess undir heitinu
Allis-Chalmers Company. Nafnið
Chalmers var bætt við eftir sam-
runa við annan vélaframleiðanda
sem hét Fraser og Chalmers.
Reksturinn blómstrar
Fyrstu dráttarvélarnar frá Allis-
Chalmers voru hannaðar og komu
á markað á árunum 1914 og 1919
og kölluðust Model 6-12, 10-18,
15-30 og Model U.
Meðal starfsmanna þess á
árunum 1919 til 1922 var hönnuð-
urinn og fútúristinn Nikola Tesla.
Uppgangur fyrirtækisins var
talsverður á þriðja, fjórða og
fimmta áratug síðustu aldar og
það annaðhvort keypti eða yfir-
tók fjölda annarra minni og stærri
fyrirtækja. Fyrirtækið hélt áfram
að dafna og eftirspurn jókst.
Framleiðsla þess óx og ekki síst á
árum seinni heimsstyrjaldarinnar
þegar fyrirtækið framleiddi meðal
annars bátavélar og jarðýtur.
Gúmmítúttur með blöðrum
Árið 1932 hóf Allis-Chalmers
samstarf við Firestone og setti á
markað eina af fyrstu dráttarvél-
um á gúmmíhjólum með uppblás-
inni slöngu. Nýjungin sló í gegn
og á fimm árum voru slík dekk
komin undir nánast allar dráttar-
vélar á markaði.
Ári síðar setti fyrirtæki á mark-
að traktor sem kallaðist Model
WC. Dráttarvélin var létt, lipur
og ódýr og sló öll sölumet hjá fyr-
irtækinu. Um 150 þúsund Model
WC voru framleiddir áður en
framleiðslu þeirrar var hætt 1948.
Ellefu mánaða verkfall
Fljótlega eftir að seinni styrj-
öldinni lauk hófst löng og
ströng launadeila yfirstjórnar
Allis-Chalmers og annarra
starfsmanna fyrirtækisins.
Framleiðslan lamaðist og
samkeppnisaðilar fyrirtækis-
ins nýttu tímann vel og náðu
að söðla undir sig stórum
hluta markaðarins.
Árið 1957 komu á markað
traktorar frá Allis-Chalmers
sem gengu undir heitinu
D-serían. Velgengni þessara véla
var talsverð á sjötta áratugnum
enda þóttu þær svara kalli tímans
um kraftmeiri og tæknivæddari
dráttarvélar vel.
Verðsamráð
Árið 1960 voru þrettán stór fyr-
irtæki í Bandaríkjunum sökuð
um verðsamráð og markaðs-
misnotkun. Þar á meðal voru
Westinghouse, General Electric og
Allis-Chalmers. Allis-Chalmers
viðurkenndi sinn hlut í samráðinu.
Snemma á áttunda áratugn-
um eignaðist Fiat 65% í Allis-
Chalmers og breytti nafninu í
Fiat-Allis og lokaði verksmiðju
þess í Pittsburg með skelfilegum
afleiðingum fyrir efnahag borgar-
innar. Fyrirtækið átti í gríðarleg-
um fjárhagserfiðleikum á níunda
áratugnum og í dag er það hluti af
AGCO-samsteypunni sem meðal
annars er móðurfyrirtæki Fendt,
Massey Ferguson og Valtra.
Allis-Chalmers á Íslandi
Lýðveldisárið 1944 flutti
Samband íslenskra sveitarfélaga
inn þrettán dráttarvélar af gerðinni
Allis-Chalmers og með þeim hófst
það sem hefur verið kallaður tími
heimilisdráttarvéla á Íslandi.
Vélarnar voru léttar, á gúmmíhjól-
um og notagildi þeirra fjölþætt.
Ein þessara véla er varðveitt á
Búvélasafninu á Hvanneyri. /VH
Allis-Charmers á gúmmí-
túttum með blöðrum
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut á
dögunum tilnefningu til íslensku
safnaverðlaunanna en þau verða
afhent með viðhöfn á Bessastöðum
í næsta mánuði.
Fram kemur í umsögn um safnið
að starfsemi þess sé fjölþætt og
metnaðarfull, fagmannlega sé að
verki staðið og hver þáttur faglegs
safnastarfs unninn í samræmi við
staðfesta stefnu og starfsáætlanir.
Í safninu er ríkulegur safnkostur
sem safnast hefur allt frá stofnun
þess árið 1952 og um þessar mund-
ir beita starfsmenn aðferðum við
söfnun, skráningu, rannsóknir og
miðl un sem mæta kröfum samtím-
ans um safnastörf. Byggðasafnið
leggur áherslu á að rækta samstarf
við stofnanir og fyrirtæki heima og
heiman. Sú samvinna og samþætting
skipar safninu í flokk með fremstu
safna á Íslandi í dag.
Öflugar rannsóknir
Öflugar og sérhæfðar rannsóknir
safnsins varpa ljósi á mannauð sem
það býr yfir og sýna fram á hvers
byggðasöfn eru megnug þegar þau
hafa náð viðurkenndum sessi.
Í safninu fara fram rannsóknir á
safnkostinum auk víðtækra fornleifa-
rannsókna í héraðinu, oft í alþjóð-
legu samstarfi. Skráning, kennsla
og rannsóknir á starfssviði safnsins
hafa enn frekar víkkað út starfssvið
safnsins og birtast m.a. í gegnum
Fornverkaskólann og byggingar-
sögurannsóknir.
Gefnar eru út rannsóknaskýrslur
og sýningaskrár sem eru jafnframt
aðgengilegar í gagnabanka á vefsíðu
safnsins.
Starfsemin nær út fyrir eiginlega
staðsetningu
Starfsemi safnsins nær langt út fyrir
eiginlega staðsetningu þess. Sýningar
þess eru víðar um héraðið en í höf-
uðstöðvunum að Glaumbæ, s.s. sýn-
ingin í Minjahúsinu á Sauðárkróki
og aðalsýning í Vesturfarasetrinu á
Hofsósi, sem einnig er dæmi um sam-
starfsverkefni undir faglegri hand-
leiðslu byggðasafnsins. Samstarf við
skóla, uppeldisstofnanir og fyrirtæki
í ferðaþjónustu, sem og samstarf í
miðlun og sýningagerð, sýnir hvernig
safn getur aukið fagmennsku í sýn-
ingagerð, ferðaþjónustu og miðlun
menningararfs. /MÞÞ
Byggðasafn Skagfirðinga:
Tekur við staðarvörslu á Víðimýri
Þjóðminjasafn Íslands hefur
samið við Byggðasafn Skag-
firðinga um að það taki við
staðarvörslu á Víðimýri.
Víðimýrarkirkja er menningar-
söguleg bygging og er í húsasafni
Þjóðminjasafnsins. Hún er jafn-
framt sóknarkirkja. Kirkjan er ein
af mestu djásnum Skagafjarðar frá
gamalli tíð. Í staðarvörslunni felast
gæsla og gestamóttaka, umhirða
og rekstur kirkju og annarra húsa
á staðnum, m.a. þjónustuhúsa við
bílaplan.
Byggðasafnið hefur leyst
staðarverði á Víðimýri af við
gæslu og gestamóttöku á undan-
förnum árum og það lag mun
haldast en frá og með 1. júní
2016 er staðarvörður á Víðimýri,
Einar Örn Einarsson, starfsmaður
Byggðasafnsins. Víðimýrarkirkja
er opin frá kl. 9–18 alla daga yfir
sumarið. /MÞÞ
Íslensku safnaverðlaunin:
Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt
Starfsfólk Oddeyrarskóla eru
miklir aðdáendur Bænda blaðsins.
Á kaffistofunni er blaðið oft upp-
spretta fjörlegrar umræðu um
landsins gagn og nauðsynjar.
Starfsfólkið reynir gjarnan að
gera eitthvað skemmtilegt með
nemendum skólans. Þannig var
t.d. á fullveldisdaginn 1. desember
2015 ákveðið að skella í lummur
og bakaðir af þeim háir staflar sem
nemendur gæddu sér síðan á með
dass af sykri. Að sjálfsögðu var
greint frá þeim viðburði á síðum
Bændablaðsins á sínum tíma.
Gallinn var bara sá að myndir
fylgdu ekki fréttinni eins og vera
bar. Ástæðan var að nafn aðal
lummubakarans hafði ekki skilað
sér til blaðsins og var myndin því
sett til hliðar á síðustu stundu.
Eðlilega voru starfsmenn
Oddeyrarskóla þá ekki par sáttir
við sitt uppáhaldsblað og gerðu
athugasemd við þetta vítaverða
myndleysi. Alla tíð síðan hafa
samstarfsmenn þessa slynga
lummubakara lagt hart að ritstjóra
Bændablaðsins að gera bragarbót á
myndleysinu.
Þar sem nú er loks búið að fá
upplýst hver þessi röska manneskja
er (sjá mynd hér til hliðar), þá þótti
ekki verjandi lengur að bíða með
myndbirtingu. Kannski ekki heldur
seinna vænna þar sem starfsmenn
eru að fara í sumarfrí og senn að
koma 17. júní.
Bændablaðið óskar Hrönn
og öðrum velunnurum sínum í
Oddeyrarskóla gleðilegs sumars.
/HKr.
Lummubaksturssnillingar í Oddeyrarskóla
Hrönn Ásbjörnsdóttir, lummu-
baksturssnillingur með meiru, í
Oddeyrarskóla.
Starfsmenn Oddeyrarskóla
á fullu við lummbakstur.