Bændablaðið - 09.06.2016, Side 58

Bændablaðið - 09.06.2016, Side 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Landbúnaður í Ísrael er óvenju fjölbreyttur þegar horft er bæði til legu landsins og landgæða, sem og í samanburði við nágrannalöndin. Skýringin felst m.a. í brýnni þörf landsins til að vera óháð öðrum löndum með matvæli. Hér er síðari hluti umfjöllunar um landbúnað í Ísrael en fyrri hlutinn birtist í síðasta Bændablaði. Afar þróaður landbúnaður Það er einkennandi fyrir landbúnað í Ísrael að hann er afar þróaður og byggist mikið á tæknilegum lausn- um. Ísrael er næsta óháð innflutn- ingi matvæla enda hefur ríkisstjórnin lagt á það áherslu að geta brauðfætt þjóðina með heimaframleiðslunni ef til þess kæmi að ekki væri hægt að flytja vörur til landsins, svo sem vegna ófriðar. Þessi mikli og góði stuðningur hins opinbera við landbúnaðinn hefur svo aftur leitt til þess að bændur og fyrirtæki í landbúnaði hafa þurft að leysa margvísleg framleiðsluvandamál sem fylgja því að stunda fjölbreyttan landbúnað í landi sem býr við mikinn hita samhliða úrkomuleysi. Ekki beint kjörskilyrði til landbúnaðar. Þetta hefur þó leitt af sér mikla þróun og eiga margar uppfinningar sem við þekkjum í dag rætur sínar að rekja til landbúnaðar í Ísrael. Má t.d. nefna vökvunarslöngur með dropakerfi sem dæmi um það, en þessar slöngur voru fundnar upp til þess að spara vatn við vökvun. Í stað þess að úða yfir plönturnar vatni er því veitt að rótum plantnanna og nýtir það vatnið betur. Þetta vökvunarkerfi er í dag notað víða um heim, sérstaklega þar sem spara þarf vatnið. Döðlur, bananar og sítrusávextir Þó svo að hátækni sé einkennandi fyrir landbúnaðinn í Ísrael þá er einnig hefðbundinn landbúnaður stundaður og fer m.a. víða fram hefðbundin akuryrkja þar sem bæði hveiti, maís, hvítlaukur og sólblóm eru uppistaða framleiðslunnar. Langstærsti hluti ræktunarinn- ar fer fram á veturna, þegar heldur kaldara er, og er þá uppskorið í apríl og maí. Þá fer öll hefðbundin græn- metisframleiðsla fram í landinu og auk þess eru víða stórir akrar með bæði sítrusávöxtum, bananaplöntum og pálmatrjám. Banaframleiðslan er eingöngu fyrir heimamarkað enda eru ísraelskir bananar mun minni en þeir sem almennt fást í verslunum og hafa því ekki náð útbreiðslu fyrir utan Ísrael. Aðra sögu er að segja um döð- luframleiðsluna en þar er landið framarlega á heimsvísu. Pálmar eru einstaklega harðgerðir og henta einstaklega vel fyrir bændur sem búa bæði við úrkomuleysi og mik- inn hita eins og tilfellið er í Ísrael. Það má því víða sjá hektara eftir hektara með pálmatrjám sem plant- að er í raðir með litlum götum á milli þeirra svo hægt sé að keyra um með dráttarvél sem er með sérstökum palli til þess að tína döðlurnar af pálmunum. Samyrkjubúin Eitt helsta kennileiti ísraelska landbúnaðarins er reksturinn á samyrkjubúunum, en bú þessi eiga rætur sínar að rekja allt aftur til tíma Jesú frá Nasaret en þá voru einmitt samyrkjusamfélög í Gyðingalandi. Samyrkjubú eru ekki algeng í dag utan Ísraels og þá oftar en ekki starf- rækt af kristnu sértrúarfólki. Í Ísrael eru samyrkjubúin hins vegar hornsteinn landbúnaðarins og mörg hver stórfyrirtæki sem veita þúsundum vinnu. Oftar en ekki byggja þau á hugsjóninni um að allir séu jafnir og eigi að fá jafnt fyrir vinnu sína en gildir það reyndar aðeins um þá sem eru í eigendahópi búsins en ekki ráðna starfsmenn. Þannig fá allir í eigendahópnum á samyrkjubúinu sömu laun óháð stöðu þeirra og vinnuframlagi og fá nóg til þessa að eiga í sig og á. Reyndar er staðan þannig í dag að framangreint form við rekstur á samyrkjubúunum er mikið til horf- ið og mörg búanna rekin í dag sem hefðbundin fyrirtæki. Skýringin felst meðal annars í því að búunum hefur reynst erfitt að halda í unga fólkið og að viðhalda skilningi á því að allir eigi að fá jafnt óháð vinnuframlagi. Í dag eru um 250 samyrkjubú í landinu og eru þau öll í mjög blönduðum rekstri og flest með einhvers konar iðnað samhliða landbúnaðarfram- leiðslunni. Nokkur þeirra standa á bak við heimsþekkt vörumerki eins og Afimilk-mjaltabúnað, sem er fullkomnasti tölvubúnaður fyrir mjaltatæki sem til er í heiminum í dag, en búnaður þessi kemur frá samyrkjubúinu Afikim. Samyrkjubúið Sde Eliyahu stend- ur einnig á bak við heimsþekkta vörumerkið Biobee en Sde Eliyahu sem er lífrænt bú sem hefur sjálft þróað ótal lausnir fyrir lífræna land- búnaðarframleiðslu eins og náttúru- lega lausn gegn músum í ökrum með því að nota uglur á nóttunni og fálka á daginn! Ein þróunin hefur svo leitt af sér stóriðnað en það er framleiðsla á skordýrum til þess að nota í garð- Landbúnaður í Ísrael – einstök nýting vatns Utan úr heimi Myndir / Snorri Sigurðsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.