Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 61

Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.isUpplýsingar um mjólkurflæði Í lok síðasta árs var opnað fyrir þann möguleika í Huppu að menn geta lesið gögn um nyt kúnna beint inn í mjólkur skýrslu úr Lely-mjaltaþjónum. Með því sparast umtalsverð vinna í inn- slætti auk þess sem mælingar á nyt verða samræmdari og nákvæmari. Þá söfnum við um leið mikils- verðum upplýsingum um mjaltir kúnna, þ.e. fáum inn beinar mæl- ingar á mjólkurflæði, mjaltatíðni, tímalengd mjalta og fjölda hafnana. Þetta eru allt saman uplýsingar sem í fyllingu tímans, þ.e. þegar nægum gögnum hefur verið safnað, munu nýtast okkur með beinum hætti í ræktunarstarfinu. Í meistaraverkefni sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2008 fann Elín Nolsöe Grethardsdóttir út að arfgengi á meðalmjólkurflæði væri 0,36. Arfgengi á mjöltum samkvæmt kúadómum er mun lægra eða 0,20. Þetta er í góðu samræmi við erlendar niðurstöður eins og eftir- farandi tafla með arfgengistölum frá Danmörku sýnir. Í dag er töluverður hópur búa með Lely-mjaltaþjóna farinn að senda inn gögn með þessum hætti. Það eru okkur samt nokkur von- brigði að þessi bú skuli ekki vera fleiri en raun ber vitni þar sem eftir þessu hafði verið óskað af hálfu bænda. Þrátt fyrir að þessi möguleiki hafi verið fyrir hendi í hálft ár nú skilar aðeins þriðjung- ur þeirra búa sem eru með Lely- mjaltaþjóna gögnum með rafræn- um hætti. Það er alveg ljóst með því að skoða arfgengistölurnar að kynbæt- ur fyrir mjaltahraða munu ganga hraðar með notkun beinna mælinga á mjólkurflæði. Það er líka ljóst að íslenskar kýr eru þyngri í mjölt- um en stallsystur þeirra erlendis og því hlýtur að vera eftir miklu að slægjast fyrir okkur að notfæra okkur alla þá möguleika sem við höfum til þess að bæta það mat sem við höfum á þessum eigin- leika. Það verður hins ekki hægt ef að við fáum ekki nægjanlegt magn gagna til þess að vinna úr. Þessu til viðbótar kann að vera hægt í framtíðinni að nota tímalengd mjalta og fjölda hafnana sem þátt í upplýsingaöflun varðandi skap eða geðslag kúnna og hvernig þær aðlagast mjöltum. Ég vil því skora á alla þá bændur sem eru með Lely-mjaltaþjóna að taka upp það vinnulag við skil á mjólkurskýrslu að senda gögnin inn með rafrænum hætti. Staðreyndin er sú að innlestur þessara gagna hefur gengið mjög vel og séu burðar- og afdrifaskráningar í lagi og skil regluleg á þessi aðferð að spara mönnum vinnu og bæta gæði gagnanna auk þess að afla viðbótar- gagna fyrir ræktunarstarfið. Við erum auk þessa að vinna að sambærilegum lausnum fyrir DeLaval- og GEA-mjaltaþjóna auk þess sem vonir standa til að þetta verði einnig mögulegt fyrir DeLaval- og SAC-mjaltakerfi. Þessu til viðbótar er RML farið að huga að söfnun meiri upplýsinga eins og mælingum á spenastað- setningu og júgurdýpt auk þunga kúnna sem nýta má í sambandi við fóðuráætlanagerð. Að mínu mati er glórulaust annað en að nýta þær miklu upplýs- ingar sem þessi tæki safna saman um kýrnar okkar og notfæra okkur þær í bæði daglegum rekstri búanna og kynbótastarfinu. Arfgengi beinnar mælingar á mjólkurflæði og kúadóma í Danmörku Á R N A S Y N IR Á R N A S Y N IR Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Við vitum að þú gerir miklar kröfur – hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér hvað Maxam dekkin geta gert fyrir þig. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 23. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.