Bændablaðið - 09.06.2016, Page 63

Bændablaðið - 09.06.2016, Page 63
63Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Í einum af þessum stuttu pistlum hér þar sem verið er að reyna að ná til fólks með forvarnir ungmenna í huga var birt mynd af unglingi með heykvísl í óæðri endanum. Myndbirting þessi rataði í aðra fjölmiðla og fannst mörgum ég fara yfir strikið, en ég sé ekki eftir neinu og fannst myndbirtingin hæfa lesefninu. Sem dæmi þá sá ég í írskri sam- antekt um slys ungmenna svo ógeð- fellda mynd af slösuðum unglingi að mér blöskraði þar sem unglingurinn lá í blóði sínu. Ég sá seinna sömu mynd í forvarnarbæklingi um úrtaks- drifsköft á dráttarvélum þar sem ung- lingurinn deildi sögu sinni. Persónulega finnst mér að það megi ganga svolítið langt í mynd- birtingum í forvarnarskyni. Því ef einhver getur slasað sig við tiltekna iðju, geta aðrir það líka. Af hverju ætti þá ekki að vera sjálfsagður hlutur að vara við hættunni? Nýlega birti Starfsgreina- sambandið á heimasíðu sinni stutta frétt um nýútkomna skýrslu um vinnuslys unglinga á Norðurlöndum, en þar mátti meðal annars lesa orð- rétt: „Í nýútkominni rannsókn á vel- ferð og öryggi ungs fólks á vinnu- markaðnum kemur fram að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna í að koma í veg fyrir slys á ungu fólki. Í heildina er ungt fólk á vinnumarkaði í meiri hættu á að hljóta andlegan og líkamlegan skaða af vinnu heldur er eldra fólk. Ungu fólki á vinnumark- aði er sérstaklega hætt við slysum í landbúnaði, skógarvinnslu og fisk- iðnaði. Fjöldi ungs fólks hér á landi í fiskiðnaði getur skýrt háar slysa- tölur. Þá er það einkennandi fyrir öll Norðurlöndin að karlar eru í meiri hættu á að slasast við störf heldur en konur og er það rakið til eðli þeirra starfa sem karlar veljast til.“ Ég renndi stuttlega yfir þessa samantekt og hjó sérstaklega eftir því hversu mun fleiri prósent ungs fólks er í vinnu hér á Íslandi miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem segir okkur bara það eitt að reyndi starfsmaðurinn þarf að vera vel á verði gagnvart unga fólkinu og leið- beina því fyrstu vinnuárin. Í sjöunda blaði 2015 var sagt: „...ekki spurning hvort heldur hvenær...“ Fyrir nokkrum dögum sá ég í fjölmiðlum að barn hefði slasað sig við heyrúllu og flutt til aðhlynningar með þyrlu. Í 7. tbl. 2015 ræddi ég um hættuna sem stafar af heyrúllum ef rangt er tekið úr rúllustæðum. Í greininni sagði ég orðrétt eftirfarandi um heyrúllustæður: „Að banna leik getur hugsanlega bara gert það meira spennandi. Í þau skipti sem ég hef séð rúllur í rúllu- stæðu slúta fram fyrir sig hef ég hugs- að með hryllingi hvað ef krakkar yrðu undir þessari rúllu þegar hún hrynur niður. Það er ekki spurning um hvort það verði slys þegar rúllur eru teknar undan úr stæðum, það mun gerast, en tryggðu að slysið verði ekki hjá þér með réttum vinnubrögðum.“ Það er of mikið af slysum á börn- um og unglingum við vinnu og leik, við verðum að fara að taka okkur á í þessum málaflokki annaðhvort NÚNA eða STRAX. Við verðum að huga betur að forvörnum unglinga og barna – Hversu langt má, eða er nauðsynlegt að ganga í myndbirtingum á slösuðu fólki? ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði SKRIFA ÁVÖXTUR SKJÓTUR BEKKUR BÓMA RASK GLÓÐA FLÚRA L A T F I S K U R LGISINN E K U R Á FLÍKMÁLMUR E R M I AÓHREINKA T A Á S T A R S R R A R I VEIÐAR- FÆRI LÍFHVATI N Ó T LUMMÓ STOPP ÓÐUR S T A N S HAFNAFORFAÐIR N E I T A Í RÖÐHLJÓÐ-FÆRI UFISKURSNÖGGUR KÆRLEIKS SJÚKDÓM S P Æ N A SAMTÖK MERKI SNAR- STEFJUN T Á K N TRAÐK RÖÐ SPILTÆTA K Ú R A KAFMÆÐIÚT A S M I DREIFAOF LÍTIÐ S T R ÁBLUNDA O K RÁKKVK NAFN R I S P A VEIRABUR V Í R U SKLAFI T Ó K TALAKRYDDA N Í U ÁSAMTÆXLUN S A M A N RUSLSTAL S TÁLBEITAFUGL A G N GAS-TEGUND N E O N BLAÐURTANGI M A S K E R R A FAGLEIKFÖNG I Ð N MUNNI O P TUNNU KVAGN Í R L A N D GEÐSKÓLI L U N D TÍMABILSRÍÐNI Á RLAND F A L A A AÐ BAKI S A HLJÓMUR F Ó T M A U N R LETRUN HEFÐAR- KONA R D I A T M U A N ÓFOR- SJÁLNI SAMTÖK 38 SUÐA TÍÐAR KALL HALD SNJÁLDUR YFIRRÁÐ SVALL STÖKKUR RÁNDÝR AUMA MÁLMUR HNOÐAÐ TIL SAUMA ÚTLIT HARMUR UNDIR- EINS TVEIR EINS NÁKOMIÐ POT UMFRAM Í RÖÐFELLA BLIK FYRIRHÖFN ÓLJÓS ELDA KK NAFN Á ENDANUM VOPN BRASKA SKRAUTSJÚKDÓM ÓSKIPT ÓVILJANDI MARGS- KONAR YFIRHÖFN OTA LAND Í ASÍU SVEFN MÁLÆÐI MÁLMUR FYRIR HÖND GRASEY NAFN- BÆTUR ROTNA ÍS TRUFLABEITA SVIF FYRIRVAF LISTI ÆXLUNAR- KORN GELDA FÓSTRA FLÝTIR LÖGUR GEÐ AÐ LOKUM GEGNA DRYKKUR TVÍHLJÓÐI KRINGUMUNDIR-RITA ÞÁTT- TAKANDI AFBROT ÞRÆLKUN SPIL AÐALS- TITILL FRÁ 39 Akryl efni - Grunnur - Þéttihúð - Málning Þétthúðin er sérstaðan. Hún lokar fínum sprungum. Er vatnsheld en andar út raka. Steinninn þornar og skilyrði fyrir myglu hverfa Málningarkerfið Þessi var heppinn að halda hendinni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.