Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 22

Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Föstudaginn 1. september mæltum við okkur mót, ásamt körlum okkar, að Lækjartúni, sem er rétt austan við Þjórsá, hjá hjónunum Huldu Brynjólfsdóttur og Tyrfingi Sveinssyni en þau eru bændur þar. Erindið var að fá að skoða litla spunaverksmiðju sem hjónin eru að koma á fót og er um það bil að hefja starfsemi. Umræða hefur verið undanfarin ár um að stofna þyrfti slíka verksmiðju fyrir handverksfólk og þá sem áhuga hafa á að láta vinna eigin ull í litlu magni og er þetta því spennandi framtak. Ævintýrið hófst þegar þau hjónin voru að spjalla um hvernig mætti nýta húsnæði sem þau áttu en var ekki í notkun og í framhaldinu kom upp hugmynd um svokallaða „Mini-Mill“ verksmiðju. Tyrfingur settist strax við tölvuna og leitaði að slíkri verksmiðju. Hún fannst á Prince Edward Island í Kanada og er af tegundinni Belfast Mini-Mill sem framleiðir vélasamstæður fyrir ullarvinnslu í smáum stíl. Undirbúningur fólst meðal annars í heimsókn til framleiðandans í Kanada og spuna á prufum af íslenskri ull þar, áður en ákvörðun um kaup á vélasamstæðu var tekin. Sölunni var fylgt eftir hjá framleiðanda með aðstoð við uppsetningu vélanna hér. Tyrfingur er sjálfur vélsmiður og á drjúgan hlut í að koma vélunum í gang og lagfæra það sem þurfti í upphafi. Framtakið var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar, Sambandi sveitarfélaga á Suðurlandi og safnað var fé á netsíðunni indiegogo.com. Vélarnar komu til landsins í júní og voru settar í gang 1. júlí undir eftirliti fulltrúa frá framleiðendum. Síðan þá hefur Hulda æft sig og unnið að því að ná bandinu þannig að það sé frambærilegt, eins og hún orðar það. Hugmyndin er að hafa formlega opnun þegar aðstaðan er öll komin upp og framleiðslan komin á fullt en prófanir hafa gengið vel. Hulda hefur náð góðum tökum á vinnslunni og við skoðuðum ýmsar gerðir af bandi sem hún hefur þegar náð að búa til. Verksmiðjan getur unnið allt niður í eitt kíló í einu þótt tvö sé betra, eins og Hulda sagði. Verskmiðjan samsett af 13 vélum Verksmiðjan er samsett af alls 13 vélum sem ná yfir allan ferilinn að breyta ull í band. Hægt er að taka gróflega ofan af ullinni með svonefndri hárskilju sem er upp- haflega hönnuð til að vinna með geitafiðu. Hún tekur burt grófasta togið, snepla og annað rusl sem er hægt að fjarlægja. Með þessu móti fæst mýkra band en ella. Hægt er að velja um grófleika á bandið og einnig er hægt að tvinna það og þrinna allt eftir þörfum. Hulda hefur hingað til aðallega unnið með ull af fullorðnu fé og kom veru- lega á óvart hversu undurmjúkt það var og níðsterkt. Vörumerki framleiðslunnar er Uppspuni en mismunandi bandgerðir munu fá hver sitt heiti. Hægt að fá reyfin unnin eftir óskum hvers og eins Nú þegar getur fólk sent til þeirra reyfi og fengið það unnið eftir ósk hvers og eins. Hægt er að fá reyfið unnið í lyppur og þá er það tilbúið í spuna eða fullunnið í band. Býður þetta upp á óendanlega möguleika á nýtingu á ull af uppáhaldskind- um eða heilli hjörð. Hjónin eru með sauðfjárbú og hugmyndin er að vinna eigin ull í verksmiðjunni og auka þannig verðmæti ullarinn- ar. Jafnframt verður möguleiki á að kaupa ull af öðrum bændum til vinnslu. Ekki er enn komið í ljós hversu mikil afköstin geta orðið en hafa þarf í huga að þetta er fyrst og fremst aðstaða til vinnslu í litlum einingum en ekki hefðbundin verksmiðjufram- leiðsla. Margir hafa spurst fyrir um vinnslu á eigin ull eftir að fréttist af þessu framtaki og svo virðist sem töluverður markaður geti orðið fyrir ullarvinnslu af þessu tagi. Hulda leggur áherslu á að eitt af markmiðunum með spunaverk- smiðjunni sé að auka virðingu fólks fyrir ullinni sem hráefni en til þess að fá góða vöru þarf hráefnið að vera gott. Ekki er hægt annað en að fagna þessu framtaki sem á vonandi eftir að nýtast bæði fyrir bændur og handverksfólk og skapa aukna fjöl- breytni í nýtingu á íslenskri ull sem er sannarlega jákvætt. Jóhanna E. Pálmadóttir og Emma Eyþórsdóttir Uppspuni er ný spunaverksmiðja sem vinnur íslenska ull Myndir / Brynjólfur G. Brynjólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.