Bændablaðið - 05.10.2017, Side 27

Bændablaðið - 05.10.2017, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Fyrri sýning lambhrútasýningar á Snæfellsnesi 2017 fer fram föstu- daginn 13. október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeins staðarhreppi og hefst kl. 20.30. Áframhald fer fram laugardaginn 14. október í Tungu, Fróðárhreppi Snæfellsbæ og hefst kl. 13.00. Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar. Það verður sem sagt 500 kr. á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu verður frítt fyrir börn. Það verður svo áfram lambahapp- drættið sem vakti mikla stemningu og skemmtun. Þeir sem hafa áhuga á að krækja sér í miða þá mun mið- inn kosta 1.000 kr. Vegleg verðlaun í boði. Enginn posi verður á staðnum. Verðlaunaafhending verður svo að lokinni sýningu í Tungu Fróðárhreppi fyrir báðar sýningarnar. Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað hvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra. Héraðssýning á Snæfellsnesi Íslyft verður á ferðinni með John Deere dráttarvélar frá 8.10 til 13.10. Komið verður við á 12 stöð- um þar sem mönnum gefst kostur á að skoða og prófa vélarnar. Íslyft tók við umboði fyrir John Deere síðastliðið vor og hafa þegar selt fjölda véla og eru að afhenda fyrstu nýju vélarnar. Einnig verður John Deere Gator með í för, sem er upplagður sem vinnutæki á bændabýlum. Íslyft mun einnig sýna Pixy liðléttinga og Merlo skotbómulyftara. Sýningarferð Íslyft og John Deere Karvel L. Karvelsson kom þann 2. október aftur til starfa sem framkvæmdastjóri RML. Karvel hefur verið í ársleyfi og Vignir Sigurðsson, sem gegndi fram- kvæmdastjórastöðu RML síðasta árið, er nú farinn í ársleyfi. Starfsstöð Karvels er á Hvanneyri og er hægt að ná í hann í síma 516 5000 og í gegnum netfangið klk@ rml.is. Karvel kominn aftur til RML Karvel L. Karvelsson. Starfsstöð Skógræktarinnar á Akureyri: Tekur fyrsta „Græna skrefið“ Starfsfólk Akureyrarskrifstofu Skógræktarinnar í Gömlu- Gróðrarstöðinni tóku á dögun- um við viðurkenningu frá Umhverfis stofnun fyrir að hafa náð fyrsta „Græna skref- inu“ í ríkisrekstri. Markmiðið er að allar starfsstöðvar Skógræktarinnar taki þessi skref. Metnaðarfullar og framsýnar stofnanir geta nú nýtt sér hvata- kerfið Græn skref í ríkisrekstri til að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri og bættri umhverfisvitund meðal starfsmanna, að því er fram kemur á vef Skógræktarinnar. Skógræktin hefur undanfarin misseri unnið að því að innleiða þetta kerfi í rekstri sínum og nú fyrr í vikunni fékk fyrsta starfsstöðin, Akureyrarskrifstofan í Gömlu- Gróðrarstöðinni, viðurkenningu fyrir að hafa náð fyrsta skrefinu af fimm. Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur á sjálfbærnisviði Umhverfisstofnunar, afhenti starfsfólkinu á Akureyri viður- kenninguna að viðstöddum Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra. Í Gömlu-Gróðrarstöðinni hefur verið komið upp söfnunarílátum fyrir alla flokka sorps og lífrænn úrgangur er jarðgerður í moltutunnu að húsabaki, þrír starfsmenn í hús- inu hafa gert samgöngusamning við Skógræktina og koma gangandi eða hjólandi til vinnu flesta daga, hugað er að umhverfismerkingum hreinsivara og pappírs og sett upp innstunga fyrir rafbíla, svo eitthvað sé nefnt. /MÞÞ Fundir um hugmyndir að nýrri byggða- og landbúnaðarstefnu Við viljum að ný byggða- og landbúnaðarstefna leggi grunn að náttúruvernd og styðji við sögu og menningu þjóðarinnar. Við teljum nauðsynlegt að samþætta hagsmuni þéttbýlis og dreifbýlis og stuðla að því að höfuðborgin sinni skyldum sínum við landsbyggðina og landsbyggðin við höfuðborgina. Markmiðið er að skapa tækifæri um allt land þannig að ungt fólk hafi raunverulegt valfrelsi um búsetu. Mánudagur 9. október Blönduós Sal Búnaðarsambandsins kl. 13.00 Ásbyrgi Laugabakka kl. 20.00 Þriðjudagurinn 10. október Búðardal Dalakoti kl. 13.30 Hvanneyri Árgarði kl. 20.00 Miðvikudagur 18. október Þingeyjarsveit Ýdölum kl. 11:00 Þórshöfn Félagsheimilinu Þórsveri 15:30 Egilsstaðir Icelandair hóteli Héraði kl. 20.00 Aðrir fundir verða auglýstir síðar. Ísland allt blómstri Óli Björn Kárason 8. þm. Suðvesturkjördæmis. Haraldur Benediktsson 1. þm. Norðvesturkjördæmis.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.