Bændablaðið - 05.10.2017, Page 28

Bændablaðið - 05.10.2017, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Sveinn og Katrín Helga með grönóttu tvíburana. Myndir / smh Grönóttir kvígukálfar í Reykjahlíð Á leið sinni frá Laugarási í Biskupstungum keyrði ljós- myndari fram á þessa fallegu kálfa við Reykjahlíð á Skeiðum. Þar reka Sveinn Ingvarsson, fyrr- verandi varaformaður Bænda- samtaka Íslands, og Katrín Helga Andrésdóttir, fyrr verandi héraðs- dýralæknir, myndar legt kúabú, en þau fengu Landbúnaðarverðlaunin 2012. „Við höfum alltaf reynt að hafa litafjölbreytni hér hjá okkur. Sonur okkar, Ingvar Hersir, hefur mikinn áhuga á grönótta litnum þannig að við við höfum keypt grönóttar kvígur. Í Andrésfjósum fengum við kvíguna Ljósku sem reyndist ágæt mjólkurkýr. Undan henni fengum við Birtingsdótturina Skinku, henn- ar fyrsti kálfur var Laufássonurinn Olaf – auðvitað grönóttur – og son- urinn fékk að nota hann á kvígur. Undan honum eigum við grönóttu kvígurnar Heilvitu, Fönn, Hríð og Ólafíu,“ segir Katrín Helga. Staða litarins trygg á bænum „Næsti burður Skinku voru tvíburarnir og Bambadæturnar Rakel og Lea. Þriðji burðurinn var svo líka tvær grönóttar kvígur undan Bolta, því miður fæddist önnur dauð en hin lifir og heitir QueenB. Við eigum því núna sjö grönóttar kvígur, þannig að staða litarins á bænum ætti að vera trygg,“ segir Katrín Helga. Að sögn Katrínar Helgu er grönótt forn litur og við hann bundin ýmis trú, Keltar hafi til dæmis trúað því að dýr með þennan lit kæmu úr álfheimum. Um 1,2 prósent af skoðuðum kúm Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að grönóttar kýr séu hvítar á skrokkinn en með lit á nösum og eyrum. „Þær geta verið með mismun- andi grunnlit, það er brandgrönótt- ar, kolgrönóttar og svo framvegis. Í kúaskoðun 2016 voru skoðaðar 67 grönóttar kýr, eða rétt um 1,2 prósent af öllum skoðuðum kúm það ár. Vissulega ekki algengur litur en þó er til töluvert af grönóttum kúm. Ég á von á því að þeim fjölgi aðeins á næstunni þar sem við vorum með grönótt naut á stöðinni fyrir skömmu síðan,“ segir Guðmundur. /smh Fönn, Hríð og Ólafía voru í kálfahópnum sem ljósmyndari sá á ferð sinni. Mat OIE á dýralæknaþjónustu á Íslandi: Dýraheilbrigðismálin í nokkuð góðu lagi – Áskorun að halda hæfum dýralæknum í landinu Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) gaf á dögunum út skýrslu um mat á stöðu íslensku dýra- læknaþjónustunnar, en hún var metin um haustið 2015 að beiðni íslenskra stjórnvalda. Skýrslan sýnir að staðan er nokk- uð góð á Íslandi. Meðal helstu styrk- leika kerfisins að mati OIE er góð löggjöf og reglulegt eftirlit sem sé byggt á áhættumati. Sérstaklega er bent á að tilfelli matarsýkinga eru mjög fá og þá komu öll matvæla- fyrirtæki sem voru skoðuð mjög vel út. Þeir þættir sem mættu vera betri snúa að símenntun, áhættugreiningu og þátttöku framleiðenda í sameig- inlegum verkefnum. Lág tíðni dýrasjúkdóma Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að tíðni dýrasjúkdóma á Íslandi sé lág, sem sé afleiðing þess að ströng löggjöf hafi takmarkað mjög inn- flutning á dýraafurðum – sérstaklega lifandi dýrum. Ísland njóti líka góðs af því, í þessu tilliti, að vera eyja. Þessi staða hafi skapað tækifæri á útflutningi á margvíslega erlenda markaði; meðal annars með lamba- kjötsafurðir, hrossakjöt, hesta og fiskafurðir. Dýralæknar á Íslandi eru almennt taldir vera vel hæfir og sam- viskusamir, þótt ákveðinn skortur sé á þeim og þeim sem sérhæfðir eru. Því hafi verið erfitt að laða íslenska dýra- lækna til starfa hjá Matvælastofnun, en einnig spili inn í að laun séu ekki eftirsóknarverð sem í boði eru – eða starfsumhverfi. OIE bendir á að vinnuálag hafi aukist á dýralækna og því hafi þurft að forgangsraða vinnu. Þannig hafi ekki náðst að sinna öllum starfs- sviðunum nægilega vel. Fjárskortur hefur til dæmis valdið takmörkun- um á því að hægt sé að viðhalda varnarlínum á milli beitarhólfa. Hann hefur einnig takmarkað þjálfun starfsmanna, símenntun – og komið í veg fyrir fundar- og ráðstefnuferðir til útlanda. Áhersla á löggjöf um matvæli og velferð dýra Vegna þess að Matvælastofnun hefur þurft að forgangsraða verkefnum hefur verið lögð aðaláhersla á að innleiða nýja matvælalöggjöf og nýja löggjöf um velferð dýra. Það hefur verið á kostnað áhættugrein- ingar og samsvarandi eftirlits með dýraheilbrigði. Þess er þó getið að fleira starfsfólk starfi í eftirliti með dýraheilbrigði en í matvæla- og fóð- ureftirliti. Áhætta á kúariðusmiti á Íslandi er talin vera óveruleg. Fram kemur í skýrslunni að til séu eftirlitsáætl- anir fyrir fjölda sjúkdóma eins og riðu, salmonellu og kampýlóbakter. Eftirlitsáætlanirnar eru taldar vera góðar, en fáir framandi sjúkdómar hafa komið fram. Áskorun að halda hæfum dýralæknum í landinu Helstu áskoranir sem Ísland stend- ur frammi fyrir séu að halda hæfum dýralæknum í landinu og laða til sín nýja. Mikilvægt sé að viðhalda lágri tíðni dýrasjúkdóma í landinu, þrátt fyrir að meira sé flutt inn af dýra- afurðum og aukinn fjölda ferða- manna. Þetta þýðir að bæta verður eftirlit og viðbúnaðaráætlanir, auka meðvitund um sjúkdóma og æfa svið- setningu á sjúkdómstilfellum sem gætu komið upp. Allir hagsmuna- aðilar þurfi að vinna betur saman til að sjúkdómavarnirnar gagnvart búfé – og öðrum hlekkjum í fæðukeðjunni – verði skilvirkari. Þá sé mikilvægt að auka meðvit- und ferðafólks um hættuna á því að bera smit til landsins, til að lágmarka möguleikana á að stöðu dýraheil- brigðismála í landinu sé stefnt í voða. Flestar einkunnir góðar Alls voru mældir 46 þættir og eru niðurstöðurnar meðal annars birtar á stigatöfluformi. Í stigatöflunni eru gefnar einkunnir frá 1 og upp í 5 sem er hæsta einkunn. Matvælastofnun fær í flestum tilvikum 3 eða 4 í einkunn en þrír liðir fá hæstu einkunn; þeir snúast um eftirlit með fyrirtækjum, reglugerðir, leyfisveitingar, vottorð og samræmi við önnur lönd. Tveir liðir – sem eru liðir í stjórnkerfi dýra- læknamála sem ekki eru til staðar í landinu (Veterinary Statutory Body Authority og Veterinary Statutory Body Capacity) – fá einkunnina 1 og þrír liðir fá einkunnina 2, en þeir snúast um þátttöku framleiðenda í sameiginlegum verkefnum, áhættu- greiningu og símenntun. Hægt er að nálgast skýrsluna í gegnum vef Matvælastofnunar, undir Dýraheilbrigði. /smh Jón Gíslason er forstjóri Matvælastofnunar. Dýraheilbrigðismál á Íslandi komu ágætlega út í mati Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar frá 2015. Mynd /smh Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 19. október

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.