Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi og oddviti í Svalbarðshreppi, telur að ef draga eigi úr framleiðslu þá þurfi allir að taka sig saman um að draga úr og spara. Það eina sem hægt sé að gera þegar tekjurnar minnki er að minnka útgjöld um leið. „Menn verða að nota öll þau tæki- færi sem þeir hafa til hins ýtrasta aðhalds, það hefur sýnt sig undan- farin ár að slík tækifæri finnast, það sýna greiningar að það er himinn og haf á milli bænda á milli útgjalda og tekna, á sambærilegum búum, menn verða að nota sér það, það er ekkert val.“ Sigurður segir að þær tillögur sem komið hafi fram síðsumars um mótvægisaðgerðir hafi komið allt of seint fram, það hafi ekki skipt neinu máli þannig séð þótt ríkis- stjórnin hefði lifað. Hann segir að þessar tillögur hafi ekki verið vel útfærðar og algjörlega óhugsaðar í framkvæmd. Þær hafi í raun boðið upp á sóðabrask í kringum greiðsl- ur fyrir að hætta búskap og sýnt að þessar tillögur hafi í raun verið unnar af fólki sem þekki ekki til. Ef bænd- ur ætli að bregða búi núna þurfi í raun að ákveða það í næstu viku, því eftir það loka sláturhúsin og næsta framleiðsluár hefst. Sigurður telur að það eina sem stjórnvöld geti gert af alvöru núna strax er að hrinda af stað alvöru nýsköpunar- og atvinnuátaki í dreifbýli til að hjálpa fólki að búa til tekjur þar sem greinin sé lögð af stað í djúpan dal og verði þar næstu tvö árin. Það eru einstaklingarnir sem skipta máli Einhverjar hugmyndir hafa verið uppi um að minnka greiðslur til minni búa og svokölluðu „hobbý“ bænda en Sigurður segist blása á þær tillögur. „Þeir eru ekkert minna mikilvægir en hinir, það eru ekki svo margir í þessu að það munar um hvern og einn, alveg sama hvað hann er stór. Við finnum örugglega minna fyrir því ef stóru búin draga saman heldur en frá minni aðilum, því ef þeir gera það þá eru þeir í raun bara hættir. Það eru einstaklingarnir sem skipta máli í þessu.“ Hann segir að sauðfjárbændur ættu að hafna öllum hugmyndum sem lúta að því að mismuna sauðfjárbændum, þetta snúist líka um samfélagslegt mikilvægi einstaklinganna. Sigurður segist hafa trú á því að á þessu svæði lifi menn af, það þurfi enginn að efast um það. Búskapur sé vel staddur og flestir munu komast í gegn þótt það verði ekkert endi- lega auðvelt. Aðspurður um skil- greiningu á búfjárræktarsvæðum og svæðisstuðning segir hann að það virðist vera pólitískur vilji fyrir því að lýsa sum svæði háð sauðfjárrækt og fái þá meiri stuðning, og þeir geti auðvitað ekki annað en verið hlynnt- ir því sem sauðfjárræktarhérað. Evrópa er full af kjöti Í stóra samhenginu segir Sigurður að rót vandans liggi í því að Evrópa sé full af kjöti í kjölfar Rússabanns við innflutningi, þar hafi markaðir lokast fyrir milljónir tonna af kjöti. Þá hafi Norðmenn einnig hætt að kaupa, sem og Spánverjar, og lokun þessara markaða hafi mikil áhrif. Að vinna nýja markaði taki tíma, oftast einhver ár, og það sé vinna sem sé komin stutt á leið þótt sala á Bandaríkjamarkað sé að ganga ágætlega. Þá sé það einnig þannig að Ísland sé háverðsmarkaður, og með innflutning í kjöti frá öðrum löndum sé flott viðskiptalíkan í því að flytja ódýrt inn og selja á íslensku verði. Til dæmis sé mjög algengt að áleggstegundir séu ekki merktar með upprunalandi af kjöti og því erfitt að festa reiður á hversu mikið þetta sé. Lifa á meðan bankinn leyfir Þótt Sigurður sé bjartsýnn á að sauðfjárbú í sinni sveit haldi velli þá segir hann það vissulega áhyggjuefni hvaða áhrif þessar þrengingar hafi á skuldsett bú. Þau lifi í raun bara á meðan bankinn leyfi þeim að lifa, þar sem hagur bankans liggi sjaldnast í því að láta þetta velta yfir. Hann segir að það hjálpi bændum á svæðinu að geta fengið uppgrip í vinnu þar sem sjávarútvegurinn er sterkur á Þórshöfn og menn verði auðvitað að nota sér það þegar hart sé í ári. Þá sé einnig urmull af tæki- færum sem hægt sé að grípa en þar þurfi stuðning við í nýsköpun til að hugmyndir komist í framkvæmd. Ljósleiðari er nýlega kominn í Svalbarðshrepp og þar liggi ákveðin tækifæri. Hann segir það í raun grimmilegast að verr stödd svæði fari illa út, sem séu fólkslega veik og þar sé hætta á keðjuverkun. Þar hjálpi ekki til að niðurskurður hjá stofnun- um eins og Landbúnaðarháskólanum geri það að verkum að mennta- og fræðasamfélagið sé ekki í stakk búið til að byggja undir greinina og styðja þannig við þá nýsköpun og þjónustu sem strjálbýlið á að skila. /GBJ Á þessu svæði munu menn lifa af Katla Bríet Benediktsdóttir á Brúarlandi og Ragnar Geir Axelsson á Gunnarsstöðum. Myndir / GBJ Sigurður Þór Guðmundsson, sauð- fjárbóndi og oddviti í Svalbarðs- hreppi. Búvörusamningurinn sneri öllu við Benedikt Líndal Jóhannsson og Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir keyptu sauðfjárbúið Brúarland í Þistilfirði af foreldrum Ólínu árið 2012. Þá höfðu þau verið búsett í Mosfellsbæ, með fyrirtækja- rekstur, en ákváðu að venda sínu kvæði í kross og gerast bændur. Þau vinna þó bæði nær fulla vinnu utan búsins. Í sumar var góð spretta á Brúarlandi og aldrei verið heyjað jafn mikið. Þar munaði nokkuð um nýrækt sem gaf vel af sér. Benedikt segir að hann horfi því fram á að þurfa ekki að kaupa mikinn áburð og komist af með að slá minna næsta sumar. Í ár eru þau að fara með um 300 lömb á sláturhús og eru með um 240 kindur á vetrarfóðrum. Ólína starfar við kennslu í Grunnskólanum á Þórshöfn og Benedikt er skólabíl- stjóri og með fyrirtæki í kringum það. Það er því nóg að gera. Benedikt segir að þær forsendur sem þau gáfu sér þegar þau keyptu búið séu algjör- lega brostnar. Til að byrja með hafi búvöru- samningurinn snúið öllu við þar sem hann sjái fram á að velta af búinu minnki um 20–25%, og núna hafi þessi lækkun á afurðaverði málað yfir restina. Legg ekki í að stækka búið Þegar þau tóku við búi þurfti ýmis- legt að gera, dytta að húsum og girðingum, kaupa ærgildi o.fl. þannig að það hefur í rauninni þurft að borga með rekstrinum. Benedikt segir þau heppin að því leyti að hafa komið nokkuð fjársterk inn í reksturinn með sölu á fyrirtækjarekstri sem þau áttu fyrir. Það hafi þó verið svoleiðis fyrstu árin að hann hafi unnið mikið, tekið vaktir eins og hann gat á loðnu og síldarvertíðum á Þórshöfn til að geta borgað inn á lánin og minnk- að vaxtagreiðslur. Þannig hafi því reksturinn verið að komast í ágætt horf í fyrra áður en þessir skellir hafi orðið í greininni. Hann segist ekki leggja í að stækka búið eins og hugsunin hafi verið í upphafi, það væri alveg í bak- lás eins og staðan er í dag. Sjálfur er hann alinn upp á sauðfjárbúinu Efri- Núpi í Miðfirði í Vestur-Húnaþingi og unir því hag sínum vel í sveitalíf- inu. Hann segist aðspurður ekki hafa miklar áhyggjur af sauðfjárbúskap í Þistilfirði í heild, þar séu sterk bú og rótgrónir heimamenn á flestum bæjum en auðvitað séu aðilar inn á milli sem séu lausari fyrir og það sé alltaf ógn við heildina ef þeir bregði búi. Fjármagnið í greininni of dreift Benedikt hefur áhyggjur af því að Benedikt og Ólína með börnum sínum, Kötlu Bríeti og Jóhannesi Líndal. Vilborg Stefánsdóttir frá Laxárdal, búsett á Þórshöfn og Sigríður að námi loknu. börnum sínum, Friðgeiri, Kristínu og Arnari. Eggert tók við búi af foreldrum sínum og heldur við margra kynslóða búsetu og sauðfjárbúskap á jörðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.