Bændablaðið - 05.10.2017, Síða 39

Bændablaðið - 05.10.2017, Síða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Salerni fyrir ferðamenn hafa verið tekin í notkun í Lágey í Dyrhólaey. Unnið er að frágangi í kringum salernið þar sem gert er ráð fyrir upplýsingaskiltum og áningasvæði. Aðgangseyrir er 200 krónur og bæði hægt að greiða með korti eða hundrað króna peningum. Ný bílastæði kláruð næsta vor Einnig er unnið að framkvæmdum við ný bílastæði við salernin sem munu leysa af hólmi eldri bílastæði á Lágey. Eldra bílastæði verður fjarlægt og gerður göngustígur frá nýja bílastæðinu að útsýnisstöðum. Gert er ráð fyrir að göngustígurinn verði fær hjólastólum. Klárað verður að ganga frá nýja bílastæðinu næsta vor. Það verður malbikað og rútu- og fólksbílastæði merkt sérstaklega. Heilsárs landvarsla Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar sem fagnar því að nú stefni í heilsárs landvörslu í Dyrhólaey með auknu fjármagni. Landvörður þar mun einnig sinna náttúruvættinu Skógafossi. „Skrefin sem hafa verið stigin eru löngu tíma- bær, þar sem straumur ferðamanna á Suðurlandi er nokkuð jafn yfir allt árið,“ segir í frétt á vef stofnunarinn- ar. /MÞÞ www.n1.is facebook.com/enneinn Alltaf til staðar K2 kuldagalli Vnr. 9616 K2 2001 Vattfóðraður kuldagalli með cordura-efni á álagsflötum. Rennilásar á skálmum. Hægt að fjarlægja hettuna. Litur: grár/svarur Stærðir: XS-5XL. Buckler vetrarhanskar Vnr. 7151 G005 K100 Hlýir, dýfðir nítrilhanskar fyrir veturinn. Henta vel fyrir iðnaðarmenn, verktaka og bændur. Stærðir: 9-11. Dimex úlpa Vnr. 9609 6691 Hlý, vattfóðruð úlpa úr polyester og bómull. Létt og lipur með brjóstvösum, m.a. fyrir farsíma. Litur: svartur. Stærðir: S-3XL. Dimex Basic buxur Vnr. 9609 620 Góðar vetrarbuxur með vatns- og blettavörn, styrktum saumum og hnjápúðavösum. Til í svörtum lit. Mobil Delvac XHP ESP 10W-40, 4 l Vnr. 3020 153122 Syntetísk olía fyrir flestar nýrri gerðir af dráttarvélum. Má einnig nota á eldri gerðir. Mobilfluid 426, 20 l Vnr. 706 472120 Drif- og vökvakerfisolía fyrir traktora og vinnuvélar. Nú tekur að kólna í veðri Verslanir N1 um land allt Akureyri s. 440 1420 • Grindavík s. 426 8290 • Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574 Klettagarðar s. 440 1330 • Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245 Reyðarfjörður s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127 E N N E M M / S ÍA / N M 8 3 5 2 6 Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig. Fáðu heyrnartæki til prufu Akranes | Akureyri | Borgarnes | Egilsstaðir | Reykjanesbær | Sauðárkrókur | Selfoss Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vel var mætt á almennan íbúafund um stöðu fráveitumála í Mývatnssveit en hann var haldinn í Reykjahlíðarskóla nýverið. Þar var farið yfir umbótaáætlun sveitarfélagsins og rekstraraðila, hreinsistöð í Reykjahlíð, stöðuna á viðræðum við ríkisvaldið og fleira. Framsögumenn á fundinum voru Reynir Sævarsson frá verkfræðistofunni EFLU og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. Fundarstjóri var Helgi Héðinsson. Fundurinn var hinn fróðlegasti og í lok hans svöruðu Reynir, Þorsteinn og Helgi fjölmörgum spurningum sem brunnu á íbúum vegna fráveitumálanna sem hafa sannarlega verið í brennidepli undanfarin misseri. Biðstaða Núna er staðan sú að samninga- viðræður við ríkið um aðkomu þess varðandi fjármögnun er í biðstöðu í kjölfar þess að ríkisstjórnin sprakk, raunar sama kvöld og fráveitufundurinn fór fram. Sveitarstjórn átti bókaðan fund með umhverfisráðherra og fjármálaráðherra í síðustu viku en fundurinn var flautaður af. Engu að síður vinnur sveitarstjórn eftir þeirri umbótaáætlun sem lögð var fram í sumar þrátt fyrir að heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hafi hafnað henni á þeim forsendum að hún hafi ekki verið fjármögnuð. /MÞÞ Skútustaðahreppur: Biðstaða Salerni í Dyrhólaey tekin í notkun

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.