Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 46

Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Til að hámarka nýtingu og verðmæti skóganna þarf að hirða um þá á framleiðslutímanum. Sérstaklega er mikilvægt að vanda til verka fyrstu árin. Fyrsta grisjun, þegar skógurinn er ungur, skilar t.d. litlum afurðum en er grundvöllurinn að hagkvæmri vinnslu síðar. Hér á eftir fylgja dæmi um skógarumhirðu og tæki sem henta á hverjum tíma. Klipping tvítoppa: Í uppvaxandi ungskógi á berangri geta einstök tré orðið fyrir skakkaföllum sem veldur toppkali og tveir eða fleiri toppar myndast. Þannig tré ná ekki að mynda beinan stofn og verða erfið í nýtingu síðar. Þetta er sérstaklega algengt í lerkiskógi. Úr þessu má bæta með handklippum þar sem gengið er á skemmd tré og allir aukatoppar klipptir þannig að einn toppsproti verður eftir. Við þessa einföldu aðgerð eykst framtíðarverðmæti skógarins til muna. Notkun keðjusagar Allir sem nota keðjusög ættu að sækja námskeið um meðferð slíkra tækja. Gott viðhald og rétt notkun tryggir betri endingu sagarinnar. Keðjusög er öflugt verkfæri sem krefst öryggisbúnaðar og réttrar beitingar til að ekki hljótist slys af. Lágmarks öryggisbúnaður er hlífðarbuxur fyrir keðjusög, góður skóbúnaður og sérstakur hjálmur. Grisjun ungskógar Til að hámarka verðmæti skógarins er nauðsynlegt að hefja grisjun á réttum tíma eða u.þ.b. þegar greinar trjánna eru byrjaðar að vaxa saman. Með grisjuninni fjarlægjum við skökk og skemmd tré með keðjusög og gefum beinum og þróttmiklum trjám rými til að vaxa hraðar. Stofnar sem falla til við fyrstu grisjun geta t.d. nýst sem eldiviður, girðingastaurar, kurl og jafnvel veggflísar sem nota má í klæðningar. Toppar, greinar og barr er skilið eftir á skógarbotninum og nýtist sem næring fyrir trén sem eftir standa. Grisjun eldri skóga Sértækar skógarhöggsvélar eru oftast notaðar við grisjun eldri skóga þar sem þeim verður við komið. Vélarnar henta sérstaklega vel þar sem vönduð fyrstagrisjun hefur verið gerð, t.d. með keðjusög. Þar er lítið um smátré og rusl sem getur tafið vélgrisjun vegna þess að slík tré hafa verið fjarlægð í umhirðuferlinu. Þessi skógarhöggstæki eru til af ýmsum stærðum og mikilvægt að hæfilega stórar vélar séu notaðar miðað við trjástærð og grisjunarmarkmið viðkomandi skógar. Útkeyrsla timburs Vagnar fyrir timburflutninga útúr skóginum eru til í öllum stærðum og gerðum. Fyrir smátt efni má nota vagna fyrir öflug fjórhjól. Í eldri skógi henta betur timburvagnar aftan í traktora. Þegar komið er að lokahöggi og í brattlendi getur þurft sérhannaðar útkeyrsluvélar til að ráða við verkefnið. Fyrir einstaka skógarbændur getur spil hentað til að draga timbrið að næsta vegi en hefur þann ókost að timbrið óhreinkast og verður erfiðara til úrvinnslu. Brynjar Skúlason Aukatoppur fjarlægður á lerki. Mynd / Valgerður Jónsdóttir Fyrsta grisjun í ungum lerkiskógi. Mynd / Brynjar Skúlason Snyrtilega grisjaður ungskógur með stafafuru. Mynd / Pétur Halldórsson Vel útbúnir skógarhöggsmenn að störfum. Mynd / Pétur Halldórsson Sérhæfð skógarhöggsvél að störfum, ætluð fyrir lokahögg og grisjun í eldri skógum. Mynd / Rúnar Ísleifsson Timburvagn aftan í landbúnaðar- traktor. Mynd / Farma Timburvagn aftan í fjórhjóli. Mynd / Benjamín Da víðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.